Bosch varahlutir hafa sameinast Kemi

Gengið hefur verið frá sameiningu á rekstri Kemi og Bosch varahlutum. Starfsemi Bosch hefur þegar verið flutt á Tunguháls 10 í húsnæði Kemi.

Hér eftir munu því almennir bílavarahlutir frá Bosch og öðrum aðilum vera hluti af vöruframboði Kemi og viðskiptavinir hafa því úr meira vöruframboði að velja en nokkru sinni áður.

Starfsmenn Bosch fluttust með félaginu og öll þjónusta er óbreytt frá því sem var. Þessi sameining mun efla verulega starfsemina og bæta þjónustuna við alla viðskiptavini.

Vöruúrval Bosch

Við erum komin á fullt í það að bæta við vöruúrval Bosch á vefsíðu Kemi, hér til hliðar getur þú séð brot af því sem við erum að bjóða. Þú getur einnig smellt á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá allar vörur frá Bosch á einni síðu.

Við bendum á að úrvalið er talsvert meira en það sem er á síðunni, hafðu samband við okkur til að fá nánari upplýsingar um vörur og þjónustu.

Smelltu hér til að skoða allar Bosch vörur

Hafðu samband við okkur

Ef þú vilt fá upplýsingar um vörur og þjónustu, sendu okkur línu í samskiptaforminu hér að neðan, eða með því að senda okkur tölvupósti á kemi@kemi.is eða hringja í okkur í síma 415 4000

    Staðsetning Kemi ehf