Evapo-Rust ryðhreinsir kom til landsins í febrúar 2017 og það má með sanni segja að reynslan af þessu efni á þessum stutta tíma sé til þess að kalla það „Undraefni“. Það fyrsta sem hægt er að segja um Evapo-Rust er að það er ekki hættulegt, engin lykt er af því og það gefur ekki frá sér eitraðar gufur, það má meira að segja fara með hendurnar berar ofan í efnið til að meðhöndla það sem liggur þar. Evapo-Rust skemmir ekki málma þ.m.t. króm, kopar, ál, stál o.fl. en hreinsar allt ryð af þessum málmum. Evapo-Rust er margnota efni, þ.e.a.s. það þarf ekki að henda því eins og þegar um sýrur er að ræða.

Evapo-Rust ryðhreinsir

Evapo-Rust ryðhreinsir

Ryðhreinsað með Evapo-Rust

Þegar að nota á Evapo-Rust er því hellt í ílát sem rúmar þá hluti sem ryðhreinsa á. Gott er að notast við plastkassa með loki á svo að það gufi ekki upp á meðan hluturinn liggur í því, efnið gufar upp rétt eins og vatn og svipað hratt miðað við hita og þess háttar í rýminu. Evapo-Rust vinnur ekki eins og sýra og það eyðir ekki málminum jafnvel þó þú gleymir að kíkja það sem þar liggur í heila viku. Ef að um sýru væri að ræða væri líklegast lítið eftir að hlutnum eftir þann tíma í sýrubaði.

Við tókum fyrir nokkra hluti og lögðum þá í Evapo-Rust í plastkassa í 24 klukkustundir. Á meðfylgjandi myndum má sjá þessir hlutir eru bæði fyrir og eftir, það er þó bara hluti sem hægt er að sýna en ég valdi myndir af allskonar verkfærum til að sýna hvernig þetta kemur út.

Rörtöng áður en hún var sett í Evapo-RustRörtöng eftir að hún var sett í Evapo-Rust      Skiptilykill áður en hann var sett í Evapo-RustSkiptilykill eftir að hann var sett í Evapo-Rust      Rúðuþurrkuarmur áður en hann var lagður í Evapo-Rust ryðhreinsiRúðuþurrkuarmur eftir að hann var lagður í Evapo-Rust ryðhreinsi                               

Gömul rörtöng frá Bacho sem var einu sinni rauð en var orðin haugryðguð og stirð á stilliskrúfunni, skiptilykil, fastan lykil, ódýra töng, Wise grip og fleira, sumt voru vönduð verkfæri og annað bara verkfæri af ódýrustu gerð og einn rúðuþurrkuarm sem var orðinn það ryðgaður á löminni að hann lá ekki að rúðunni og þar af leiðandi virkaði ekki neitt. Allt þetta lá í 24 klst og bara í bílskúr þar sem var c.a. 15 stiga hiti. Eftir þann tíma voru allir hlutir teknir upp úr og skolaðir vel og vandlega að meðferð lokinni með vatni og þurrkað, að sjálfsögðu notaði ég berar hendurnar í þetta til að sannreyna það að þetta væri ekki ertandi.

Lube_TF_9276_500-ml

Lube TF þurrsmurning

Ég úðaði svo Interflon Lube TF  (þurrsmurning) yfir allt sem ég var búinn að þvo og þurrka til þess að fá smur- og varnarfilmu á verkfærin og það færi ekki að falla á þau aftur, Interflon Lube TF (þurrsmurningin) þornar á nokkrum mínútum og smitar ekki neitt eftir það en ver og smyr verkfærin mjög vel.

Flest öll verkfærin komu glimrandi flott upp úr Evapo-Rust en verkfærin sem voru í ódýrasta kantinum þar varð málmurinn svolítið dökkur en þau voru þó laus við ryð og tangirnar liðugar og fínar.

Hvernig reyndist Evapo-Rust?

Evapo-Rust kom sem sagt mjög skemmtilega á óvart og það er alltaf gaman að lenda á efnum sem virka eins og “Auglýsingin” segir að þau geri. Það er vel hægt að mæla með Evapo-Rust fyrir hvern þann sem þarf að ryðhreinsa hluti en með þessa týpu af Evapo-Rust þá verða hlutirnir að liggja í bleyti allt frá 30 mínútum upp í 24 klst en það fer allt eftir magni af ryði. Það eru margir sem eru að spá hvort að það sé ekki nóg að pensla þessu á flötinn, en það gufar upp við þannig meðferð, þó hef ég heyrt þess getið að menn hafi vætt tusku og látið liggja á fletinum, þétt yfir með plasti til að takmarka uppgufun en ég hef því miður ekki heyrt hvernig það kom út.

Það má líka til gamans geta að það eru fjölmörg myndbönd á Youtube þar sem menn hafa gert ýmsar tilraunir með Evapo-Rust og önnur efni, það er um að gera að skoða þau.