Evapo-Rust ryðhreinsir er hreinsiefni sem er sérstaklega ætlað að eyða ryði. Það er ótrúlegt en Evapo-Rust er ekki hættulegt, engin lykt er af því og það gefur ekki frá sér eitraðar gufur. Evapo-Rust skemmir ekki málma þ.m.t. króm, kopar, ál, stál o.fl. en hreinsar samt allt ryð af þessum málmum. Evapo-Rust er margnota efni, það þarf ekki að henda því eins og þegar sýrur eru notaðar í sama tilgangi.

"<yoastmark

Evapo-Rust ryðhreinsir

Þegar að nota á Evapo-Rust er því hellt í ílát sem rúmar þá hluti sem á að ryðhreinsa. Gott er að notast við plastkassa með þéttu loki á svo að efnið gufi ekki upp á meðan en efnið gufar upp rétt eins og vatn. Evapo-Rust ryðhreinsir vinnur ekki eins og sýra og það eyðir ekki málminum þó þú gleymir að kíkja það sem þar liggur í heila viku. Ef að um sýru væri að ræða væri líklegast lítið eftir að hlutnum eftir þann tíma í sýrubaði.

Við hjá Kemi tókum fyrir nokkra hluti að gamni okkar og lögðum þá í Evapo-Rust ryðhreinsi. Hlutirnir voru lagðir í plastkassa í 24 klukkustundir. Á meðfylgjandi myndum má sjá þessir hlutir eru bæði fyrir og eftir..

Rörtöng áður en hún var sett í Evapo-RustRörtöng eftir að hún var sett í Evapo-Rust             Skiptilykill áður en hann var sett í Evapo-RustSkiptilykill eftir að hann var sett í Evapo-Rust             Rúðuþurrkuarmur áður en hann var lagður í Evapo-Rust ryðhreinsiRúðuþurrkuarmur eftir að hann var lagður í Evapo-Rust ryðhreinsi                                    

Gömul rörtöng frá Bacho sem var einu sinni rauð en var orðin haugryðguð og stirð á stilliskrúfunni, skiptilykil, fastan lykil, ódýra töng, Wise grip og fleira dót. Allt þetta lá í 24 klst í bílskúr þar sem var c.a. 15 stiga hiti. Eftir þann tíma voru allir hlutir teknir upp úr og skolaðir vel með vatni og þurrkað.

Lube_TF_9276_500-ml

Lube TF þurrsmurning

Hlutirnir voru úðaðir með Interflon Lube TF  (þurrsmurning) til að fá smur- og varnarfilmu á verkfærin og það færi ekki að falla á þau strax aftur. Interflon Lube TF (þurrsmurningin) þornar á nokkrum mínútum og smitar ekki neitt eftir það en ver og smyr verkfærin mjög vel.

Hvernig reyndist Evapo-Rust?

Evapo-Rust ryðhreinsir kemur skemmtilega á óvart. Það er mjög gaman að lenda á efnum sem virka eins og “auglýsingin” segir að þau geri. Það er vel hægt að mæla með Evapo-Rust fyrir hvern þann sem þarf að ryðhreinsa hluti. En það ber að hafa það í huga að hlutir verða að liggja í bleyti í Evapo-Rust allt frá 30 mínútum upp í 24 klst.

Það má líka til gamans geta að það eru fjölmörg myndbönd á Youtube þar sem menn hafa gert ýmsar tilraunir með Evapo-Rust og önnur efni, það er um að gera að skoða þau til fróðleiks og skemmtunar.

Á Youtube rás Evapo-Rust má sjá ýmis fróðleg og skemmtileg myndbönd, til dæmis er þetta hér…