Airpop Light SE öndunargrímur

Airpop Light SE öndunargríman er með mjúku sílikon þéttingu við nefið “Ergo-Flex Seal”, gríman er mjúk og þægileg og leggst mjög vel að andlitinu. Airpop Light SE er þriggja laga, hönnuð úr húðvænum efnum þ.e.a.s. efnum sem erta ekki húðina. Innanvert í grímunni er mjúkt nefstykki “Ergo-Flex Seal” (PP+TPE) sem þéttir hana við nefið ásamt því að hindra móðumyndun upp á gleraugu. Það er léttara að anda í gegnum Airpop Light SE en hefðbundnar öndunargrímur / öndunarmaska.

Notkunartími Airpop Light SE er allt að 40 klst (samtals notkun) á meðan hefðbundnar grímur og maskar eru með allt að 4 klst. Airpop Light SE kemur í endurlokanlegum poka (Zip-Lock) til að auðvelda geymslu á milli þess sem þú notar hana.

Kostir Airpop Light SE

  • Þriggja laga
  • Öflug dropasíun >99%
  • Endist í allt að 40 klst (samtals notkun)
  • Kemur í endurlokanlegum umbúðum
  • Minni móðumyndun upp á gleraugu

Airpop býður úrval vandaðra öndunargríma

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *