Er ólykt úr þvottavélinni?

Ólykt úr þvottavélinni

Það er rosalega hvimleitt að taka nýþveginn þvott úr þvottavélinni og hann er illa lyktandi! Ef að það er ólykt af þvottinum, eða úr þvottavélinni er það merki þess að sveppur geti verið farinn að myndast. Sveppur (myglusveppur) þrífst á raka og safnast oft fyrir í sápuhólfum, gúmmíköntum og plastlögnum innanvert í þvottavélinni. Myglusveppur sem að myndast í þvottavél getur hæglega borist milli tækja til dæmis úr þvottavél og yfir í þurrkara.

Mildex-Q myglueyðandi hreinsiefni með klór  (1 líter)
Mildex-Q myglueyðandi hreinsiefni með klór (1 líter)

Meðferð við ólykt og myglu í þvottavélum

  1. Athugaðu hvort að það hefur myndast slím í sápuhólfi vélarinnar og/eða í þéttikanti þvottavélarinnar (dökkgrátt eða gulleitt slím).
  2. Ef að slím hefur myndast, taka sápuboxið út og hreinsa uppsafnaðar sápuleifar úr hólfinu.
  3. Úðið Mildex-Q myglueyðinum inn í sápuhólfið og í sápuboxið. Gott er að skrúbba sápuboxið vel og gangið frá sápuboxinu á sinn stað.
  4. Hreinsið þéttikantinn og glerið á þvottavélinni sama máta.
  5. Settu c.a. 3 -4 dl af Mildex-Q myglueyðinum beint inn í þvottavélina (hella beint inn í vélina).
  6. Stilltu þvottavélina á venjulegt prógramm 30-40°C og láta vélina í gang (vélin á að vera tóm). Þetta er gert til þess að Mildex-Q myglueyðirinn nái að fara um alla vélina og komast í snertingu við alla fleti.
  7. Því næst er best að stilla þvottavélina á suðuprógramm (mesta hita) má vera með eða án þvottar.

Það borgar sig að setja vélina á suðu reglulega með þvotti sem þolir það. Sápuhólfið sjálft fær ekki inn á sig hitann í suðuprógrammi og því þarf að þrífa það reglulega. Þargetur rakinn þést og sveppalífið kviknað aftur.

Til að fríska upp á ilminn í vélinni er mjög gott að setja c.a. 1 -2 dl af “Solar Flare” eða “Assure Odor Eliminator” sem eru bæði mjög öflug lyktareyðandi ensím hreinsiefni með í þvottavélina og stilla á skolun.

Hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja ólykt?

Til að fyrirbyggja að mygla og ólykt endurtaki sig er gott er að skilja sápuhólf og hurðina á þvottavélini opna lítillega. Þetta er gert til að það lofti um hana, það minnkar möguleikann á því að mygla nái sér á strik.

Þurrkarar

Vandamál hefur einnig komið upp í rakaþéttiþurrkurum, sveppurinn berst með þvottinum úr þvottavélinni yfir í þurrkarann. Hægt er að þrífa rakaþéttigrindina upp úr Mildex-Q og þurrka hana vel.

Almennt með ólykt af þvotti, gerviefnum

Íþróttafatnaður

Ert þú ert í vandræðum með að ná svita- og líkamslykt úr íþróttafatnaði ( t.d. gerviefnum) eða öðrum fatnaði. Settu 1 dl af Solar Flare eða Assure Odor Eliminator með í þvottavélina og venjulegt hitastig sem fatnaðurinn er þveginn á. Einnig er hægt að setja nokkra dropa beint á staðinn sem mesta og sterkasta lyktin er t.d. undir handakrika.

Leiðbeiningar á PDF formi (A4)