Hálkuborðar frá Heskins

||Hálkuborðar frá Heskins

Hálkuborðar frá Heskins

eru til margra hluta nýtanlegir, þeir eru notaðir innan og utandyra og á alla staði þar sem hætta er á því að renna eða detta vegna vatns, hálku eða sleips yfirborðs. Hægt er að fá hálkuborðana í ýmsum litum. Einnig eru til 2 tegundir af varúðarborðum sem eru þá litaðir rauaðir/hvítir eða gulir/svartir.

Hægt er að fá hálkuborðana í ýmsum breiddum en þó eru algengustu breiddirnar 25 mm og 50 mm. Einnig er hægt að sérpanta ýmsar aðrar stærðir, liti og form. Hægt er að fá hálkuborðana í mismunandi grófleikum svo sem “Standard” sem er minnst grófur, “Grófur” og “Extra grófur”. Við bjóðum líka upp á gráa og glæra hálkuborða og svo kallaða “Aqua  safe” hálkuborða sem ætlaðir eru í votrými og jafnvel í sturturými þar sem fólk gengur berfætt.

heskins_troppur-2heskins_eldhusheskins_sturtuklefiheskins_troppur-1

Úrvalið frá Heskins Ltd er mjög mikið og alls ekki allt komið inn á vefverslunina, en þú getur skoðað hluta af úrvalið á vefsíðunni okkar með því að smella hér.  Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá sölumanni í síma 415 4000 eða með því að senda okkur tölvupóst á kemi@kemi.is.

Það má líka nefna það að Heskins er með mikið úrval af merkiborðum á gólf fyrir lagerhúsnæði og margt fleira.

Einnig má skoða úrvalið þeirra á vefsíðu Heskins www.heskins.com 

Safety Grip™ – Hálkuborðar frá Heskins Ltd – Kemi ehf er umboðsaðili Heskins Ltd á íslandi.

2018-03-12T14:13:36+00:00 Fróðleikur|