Af hverju er þörf á að nota Low SAPS olíur á nýrri bíla?

Hvað þýðir Low SAPS?
SAPS er skammstöfun yfir:
Sulphated Ash : Púlveruð aska sem er rík af málmögnum
Phosphorosus : Fosfór
Sulphur : Brennisteinn
Þessi efni koma öll úr þeim bætiefnum sem sett eru í nútíma smurolíur. Þessi efni minnka slit, tæringu og eru hreinsandi. Diesel bifreiðar brenna almennt örlitlu af smurolíu og það er þessi útblástur sem hefur áhrif á gæði og endingu sótsía í bifreiðum.
Low SAPS þýðir að sú olía hefur minna innihald af þessum efnum sem eru talin hér upp að ofan og er því ætluð sérstaklega í bifreiðar sem eru með Diesel Particle Filter (DPS) eða annan sambærilega búnað. Það kemur fram hjá bifreiðaframleiðenda hvort nota eigi Low SAPS smurolíur.
Í bensínbílum eru katalysatorar sem einnig eru síur á útblástur, þessar síur safna í sig ögnum úr útblæstrinum og þega ákveðnu magni er náð þá eiga þessar agnir að springa í katalysatornum og þannig hreinsast sían aftur. Þessar bifreiðar þurfa Low SAPS olíur vegna þess að í henni er minni brennisteinn og þannig er minna af slíkum ögnum sem safnast í síurnar.

Margir dieselbílar eru komnir með EGR ventla, það þýðir að þeir eru að tvínota útblásturinn til að knýja túrbínuna, þessir ventlar eru viðkvæmir fyrir sótmyndun og mjög líklega er almennt verið að setja ranga olíu á þessa bíla og þess vegna eru virkni og vandamál ventlanna umfram það sem eðlilegt er.

Low SAPS - Útblástursrör

Hér er skýringarmynd af slíkum ventli eftir notkun með almennri smurolíu og síðan eftir notkun á Low SAPS olíu.