Loctite

Loctite

Loctite býður upp á fjöldan allan af límum svo sem gengju eða boltalím, slífa og legulím, pakkningalím, smurefni ýmiskonar og hreinsiefni svo eitthvað sé nefnt. Loctite hefur verið leiðandi í framleiðslu á gengju- og boltalími og eru vörurnar notaðar af framleiðendum um allan heim og í hávegum hafðar sem hágæðavörur í alla staði. Nú hefur Kemi ehf fengið þetta umbo

ð í sínar hendur og fengum við fyrstu vörurnar í hendur í byrjun sumars og við erum stöðugt að bæta vöruúrvalið hjá okkur. Hafðu samband við sölumann til að fá ítarlegri upplýsingar um þær vörur sem í boði eru, einnig er hægt að sérpanta þær vörur sem þú þarft ef þær eru ekki á lager.

Fróðleiksmoli um Loctite…

Vernon K. Krieble

Vernon K. Krieble

Uppruni Loctite gengjulímsins var í kjallara Trinity háskólans í Hartford, Conneticut árið 1953 þar sem prófessorinn og efnafræðikennarinn Dr. Vernon K. Krieble,  , þróaði það. Á þeim tíma hafði þegar komið fram mikið af bilunum í vélum og tækjum sem rekja mátti til víbrings með þeim afleiðingum að boltar losnuðu með tilheyrandi tjóni á vélum og búnaði. Nafnið Loctite var þó ekki komið fyrr en 1956 þegar tengdadóttir Dr. Krieble valdi það sem nafn á vöruna. Til að byrja með framleiddi fyrirtæki Dr. Krieble, American Sealants, Loctite. Árið 1963 breyttist nafnið á American Sealants yfir í Loctite Corporation. Það var í sömu fjölskyldu þar til 1997 þegar að þýska fyrirtækið Henkel eignaðist það, Loctite hefur síðan þá verið stór þáttur hjá Henkel.