Gengið hefur verið frá sameiningu á rekstri Kemi og Bosch varahlutum. Starfsemi Bosch hefur þegar verið flutt á Tunguháls 10 í húsnæði Kemi.

Hér eftir munu því almennir bílavarahlutir frá Bosch og öðrum aðilum vera hluti af vöruframboði Kemi og viðskiptavinir hafa því úr meira vöruframboði að velja en nokkru sinni áður.

Starfsmenn Bosch fluttust með félaginu og öll þjónusta er óbreytt frá því sem var. Þessi sameining mun efla verulega starfsemina og bæta þjónustuna við alla viðskiptavini.

Bosch varahlutir voru stofnaðir fyrir 4 árum síðan og hefur alla tíð verið mikill vöxtur í starfseminni og afkoman hefur verið ágæt.

Velta Kemi á árinu 2020 er áætluð um 800 milljónir.