Walex lyktareyðandi niðurbrotsefni í ferðasalerni

Ferðasalerni eru farin að fylgja okkur mikið í ferðalögum í dag. Ferðasalerni samanstanda af svokölluðum kasettuklósettum, innbyggðum salernum í hjólhýsum, húsbílum, rútum og bátum. Í þessi salerni þarf að setja efnahvata sem bæði brjóta niður allan úrgang og vinna á ólykt sem kann að koma af þessum búnaði.

Hjá Kemi, Tunguálsi 10 færð þú úrval af vönduðum lyktareyðandi niðurbrotsefnum frá Walex. Efni sem brjóta niður úrgang og allar gerðir salernispappírs og eyða lykt sem kann að koma frá þessum salernum og safntönkunum.

Hverju leitar þú að?

  • Ef að þú nota ferðasalernið mikið og tæmir daglega þá bendum við sérstklega á BIO-PAK
  • Ef að þú ert að tæma ferðasalernið á 3-4 daga fresti þá bendum við á PORTA-PAK

BIO-PAK

Mjög hraðvirkt efni, inniheldur einstaka ensímblöndu sem vinnur á úrgangi og salernispappír á 24 klukkustundum og skiptir þá engu máli hvaða salernispappír er notaður, hentar mjög vel þeim sem þurfa ört að tæma ferðasalernin.

Púðinn er settur beint í safntankinn eða sturtað niður, ekki er þörf á að rjúfa umbúðirnar því þær brotna strax niður í vatninu í safntankinum

PORTA-PAK 

Vinnur á úrgangi en á 3-4 dögum. Þessi blanda hentar þeim sem tæma ferðasalernið á 4 daga fresti. Pokinn er settur beint í safntankinn eða sturtað niður, ekki er þörf á að rjúfa umbúðirnar því þær brotna strax niður í vatninu í safntankinum

BIO-PAK og PORTA-PAK fást með tveimur ilmtegundum og í tveimur stærðum annað gert fyrir svokölluð kasettuklósett sem taka c.a.19 lítra og eru mjög algeng í fellihýsum og hjólhýsum og svo safntanka sem eru allt að 200 lítrar. Einnig eigum við til pakka sem eru fyrir meiri notkun svo sem fyrir rútur, báta o.þ.h..

Púðinn er settur beint í safntankinn eða sturtað niður, ekki er þörf á að rjúfa umbúðirnar því þær brotna strax niður í vatninu í safntankinum

BIO-ACTIVE

Brýtur hratt og vel niður úrgang og salernispappír. Smyr ventla og heldur skynjarabúnaði hreinum. BIO-ACTIVE er algerlega lyktarlaust efni efn vinnur mjög vel á ólykt. BIO-ACTIVE hentar fyrir ferðasalerni, útikamra, safntanka í húsbílum, rútum, bátum svo eitthvað sé nefnt. Þar sem efnið er fljótandi þá er það bara skammtað miða við lítramagn safntanks.

Commando

Hreinsiefni sem ætlað er til hreinsunar á safntönkum eftir tæmingu. Commando brýtur niður skán og uppsafnaðan úrgang sem situr í könntum og kvermum sem og á skynjurum safntanka. Það hefur borið talsvert á því að óhreinindi sitja föst á skynjarabúnaði í safntönkum og sýna þá ljós eða skilaboð upp í mælaborð að safntankurinn sé fullur þó svo að búið sé að tæma.