Það eru margir komnir í ferðahug fyrir sumarið, búnir að taka tjaldvagna og tjaldbúnað úr geymslum. Það er þó ekkert spennandi þegar verið er að opna og græja tjaldvagna og tjöld að sjá að mygla er búin að gera sig heimakomna. En það getur gerst ef að búnaði er pakkað saman án þess að leyfa honum að þorna almennilega, það er jú skiljanlegt því að veðrið hér á íslandi er nú ekki alltaf til þess fallið að hægt sé að opna og þurrka þegar heim er komið, svo gleymist þetta og allt er sett í geymslu.

Það er þó ekkert sérstaklega heilsusamlegt að sofa með mygluna við höfuðið og anda þessu að sér, það getur valdið óþægindum í öndunarfærum, slappleika og jafnvel veikindum. Myglu mjög oft óþefur s.s. fúkkalykt þó það sé ekki í öllum tilfellum.

Það getur verið miserfitt að þrífa myglu úr tjaldbúnaði, það fer eftir því á hvaða stigi myglan er og hversu dreifð hún er. Þegar myglan er orðin kolsvört og blettir út um allt kallar það á allsherjar þrif með sterkum myglueyðandi efnum. Eftir slík þrif er nauðsynlegt að þurrka tjaldbúnaðinn vel og lofta mjög vel um tjöldin.

Sótthreinsiefni Virkon S

Virkon S sótthreinsiefni

Oxivir Excel Sótthreinsir með kvoðustút

Oxivir Excel Foam sótthreinsiefni

Anti-Kim sótthreinsir / myglueyðir

Anti-Kim sótthreinsiefni

Mildex-Q Myglueyðandi hreinsiefni með klór

Mildex-Q myglueyðandi hreinsiefni með klór

 

 

 

 

 

 

Öflugasta efnið sem við eigum í Kemi heitir Mildex-Q, en það er myglueyðandi efni sem að inniheldur klór en það hjálpar til við að eyða svörtu blettunum eftir mygluna sem oft á tíðum virðast nánast fastir í tjöldunum. Mildex-Q vinnur vel á þessum blettum og nær þeim í flestum tilfellum úr við fyrstu þrif, þó getur þurft að endurtaka þrifin í einhverjum tilfellum.

Hvernig á að þrífa myglaðan tjaldbúnað?

  1. Úðið Mildex-Q yfir svæði sem á að meðhöndla og látið standa í 5-15 mínútur.
    1. ATHUGIÐ: Byrjið ávallt á því að prófa þau hreinsiefni sem á að nota á lítt sjáanlegu svæði, alveg sama hvaða hreinsiefni er verið að nota.
  2. Stundum er þörf á því að þrífa tjaldbúnað að innanverðu líka þó svo að það sé ekki eins algengt.
  3. Skolið vel með köldu eða volgu vatni.
  4. Ef að það eru ennþá blettir í tjaldinu, endurtakið lið 1,2 og 3.
  5. Látið tjaldið þorna mjög vel.
  6. Rakaverjið flötinn, og vel í kringum sauma og rennilása -> hér fyrir neðan má sjá nokkur efni sem hægt er að nota til þess að rakaverja tjaldbúnað sem og annan útivistarbúnað.

Það er ekki gott að framkvæma svona þrif í beinu sólarljósi þar sem sólin flýtir uppgufun efnavöru og þar af leiðandi verður minni virkni í þeim efnum sem þú notar.

Vatnsvörn fyrir tjaldbúnað og útivistarbúnað

Það þarf að vatnsverja tjaldbúnað sem og útivistarbúnað reglulega til að viðhalda henni því því hún veðrast af með tímanum, hvort sem um er að ræða sól, rigningu eða vind. Það byrjar oftast að smita með saumum og á þeim flötum sem verða sem mest fyrir veðri og vindum.

Vatnsvörn er hægt að fá víðsvegar í útivistarverslunum, hjá Kemi færð þú eftirfarandi efni sem hjálpa þér við að vatnsverja tjöld og útivistarbúnað.

Scotchgard™ Heavy Duty Water Shield Vatnsvörn

Scotchgard™ Heavy Duty Vatnsvörn

Toko Proof Tent & Pack Vatnsvörn

Toko Proof Tent & Pack Vatnsvörn

Nikwax Tent & Gear Solarproof vatnsvörn fyrir tjöld

Nikwax Tent & Gear Solarproof vatnsvörn fyrir tjöld