Smurolía – Skiptir þetta einhverju máli?

Smurolían er lífsvökvi vélarinnar og skiptir mjög miklu máli upp á vinnslu vélarinnar. Smurolía sem er á vél missir smurgildi með tímanum, hún brennur, sótast og kolast. Ef að ástandið á smurolíunni er svoleiðis í langan tíma, þykknar hún og það getur leitt til þess að vélin verður stútfull leðjukenndri olíu, jafnvel kekkjóttri (sjá mynd). Þetta styttir líftíma vélarinnar mikið.

Þegar skipt um smurolíu á réttum tímapunkti er hægt að komast hjá því að smurolían missi smurgildi, brenni og kolist. Vélin helst þá hrein og allir vélarhlutir fá sitt eðlilega smurgildi og véin er klár í álagið.

En hvað gerist?

Sótuð og óhrein smurolía þéttir smurgöng og smurolían flæðir ekki eins vel og hún á að gera til að halda góðri smurningu á vélarhlutum. Vélin missir jafnt og þétt smurþrýsting, viðnám eykst á slitflötum og á endanum er eitthvað sem gefur sig í vélinni.  Það er einnig gott að hafa það í huga að vél sem erfiðar eyðir meira eldsneyti og viðgerðarkostnaður getur margfaldast.

Staðreyndin er sú að regluleg smurolíuskipti með réttri gerð og rétt staðlaðri smurolíu stuðlar þú að lengri endingu vélar og minni viðhaldskostnaði.

Aðstæður eru öðruvísi á íslandi

Hér á íslandi má eiginlega ekki taka þessa long life olíu ( sem er uppgefin fyrir 25.000 – 30.000 km akstur) sem heilagan hlut. Hér á landi keyrum við yfirleitt mjög stuttar vegalengdir og á veturna nær bíllinn oft á tíðum ekki að hitna milli staða. Þetta þýðir að olían sótast fyrr og verður óhreinnni fyrr. Það er nær að skipta um olíu á 10-15.000 km fresti. Það borgar sig að skipta um olíufilter við hver olíuskipti. Olíufilter er lítill kostnaður en það er mjög mikilvægur hlutur af smurkerfi véla og tækja.

Hvernig er hægt að fylgjast þessu?

  • Mældu smurolíuna reglulega á bílnum (allavega 1 x í mánuði).
  • Skoðaðu hvort að vélin er að brenna olíu (minnkar olían óeðlilega mikið milli mælinga).
  • Skoðaðu litinn á smurolíunni á kvarðanum og hvort að smurolían er farinn að dökkna mikið (jafnvel svört).
  • Athugaðu hvort að það er súr brunalykt af smurolíunni.

Val á réttri smurolíu skiptir öllu máli. Ekki velja bara einhverja smurolíu, jafnvel þó hún sé merkt með sömu seigju og er uppgefið á bílinn þinn. Smurolíur eru með mismunandi staðla og eiginleika. Sem dæmi má nefna að 2 brúsar af smurolíu sem eru merktir 5W-30 geta verið ólíkir að uppbyggingu. Það skiptir öllu máli að bifreiðar og vélar almennt séu að fá rétta gerð af smurolíu og umfram allt rétt staðlaða smurolíu. Leitaðu ávallt til fagmanna þegar þú ert að leita þér að smurolíu, það margborgar sig.

Olíuráðgjafinn

Á vefsíðunni okkar getur þú flett upp í “Olíuráðgjafanum” en sem er gagnagrunnur Total sem næsr bæði yfir Total og ELF smurolíur. Í Olíuráðgjafanum getur þú flett upp eftir gerð ökutækis, aldri, vélarstærð o.þ.h.. Hægt er að sjá nákvæmar upplýsingar um smurolíur á vélina, gírkassann, sjálfskiptinguna, drifið og fleira.