Zatrzymaj ruch myszy za pomocą MouseStop®

Uszczelniacz MouseStop

MouseStop® er vistvæn lausn til að halda nagdýrum frá því að komast inn um rifur, göt og meðfram lögnum inn í hús og ferðahýsi, húsbíla, rútur o.fl.

Þegar kuldinn fer að gera vart við sig er öruggt að mýsnar fari að leita skjóls hér og þar án þess að þeim hafi sérstaklega verið boðin gisting. Þessi litlu dýr valda gríðarlega miklum skemmdum með því að naga allt sem þær komast í. Einnig láta þau frá sér saur og þvag á öllum stöðum með tilheyrandi bakteríum og miklum óþef sem oft á tíðum er mjög erfitt að losna við.

Hjá Kemi getur þú náð þér í þéttikítti sem að mýs komast ekki í gegnum. Kíttið verður hart að utan en helst mjúkt og mjög teygjanlegt að innan, þegar þær komast í það þá ná þær ekki að naga sig í gegnum það.

Með þessu kítti má þétta t.d. allar lagnir inn í hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna ásamt öllum lagnaleiðum inn í sumarhús, sprungur og ýmiskonar samskeyti og bara í raun alla staði sem þörf er að verja gegn þessum skaðvaldi.

Á myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig MouseStop® er notað og hvernig það virkar.

Til hliðar getur þú keypt MouseStop® músakíttið beint eða ef að þú vilt kynna þér úrvalið af meindýravörnum þá getur þú smellt á hnappinn hér að neðan til að skoða allar meindýravarnir í vefversluninni okkar.