Þrif í hesthúsum

Þegar líða fer á haustið fara hestamenn yfirleitt að huga að því að taka inn hestana. Partur af þeim undirbúningi eru þrif í hesthúsinu, ekki það skemmtilegasta en nauðsynlegur partur. Það er þó hægt að létta sér lífið við þessi þrif. Hjá Kemi, Tunguhálsi 10 færð þú öflug og góð hreinsiefni, sótthreinsi efni og undirburð til að blanda út í spæni (sag) eða köggla.

Almenn þrif

Krafthreinsir er öflug, basísk (pH14) kvoðusápa sem hefur verið gríðarlega vinsæl til þrifa á hesthúsum. Hún virkar einkar vel á hörð og erfið óhreinindi svo sem jurta- og dýrafitu, prótein og önnur erfið og fastgróin óhreinindi.

Skoða Krafthreinsi í vefverslun

Undirburður

Nova X-Dry er duftkenndur undirburður sem hentar til notkunar eitt og sér eða eins og algengara er til íblöndunar í sag og köggla. Nova X-Dry hefur mjög mikla ísogsgetu (allt að 200% af nettóþyngd). Skapar dýrum þurrt umhverfi, efnasamsetning og virkni vörunnar draga mikið úr sýkingarhættu. Nova X-Dry er nánast hlutlaust (pH er um 7,7) og er því ekki skaðlegt fyrir húð, liði, júgur eða aðra líkamsparta. Efnið dregur líka verulega úr tímgunarmöguleikum flugna og annarra skordýra. Nova X-Dry má nota til þurrhreinsunar hófa. Það sem við heyrum frá hestamönnum er það að ammóníak ólyktin sem kemur af hlandinu minnkar líka til muna.

Skoða Nova X-Dry undirburðinn í vefverslun

Sótthreinsun

Virkon® S er öflugt, veirueyðandi sótthreinsiefni með víðtækavirkni. Áhrifaríkt gegn veirum, bakteríum og sveppagróum. Áhrifaríkt á hrufótt og gljúp yfirborð og erfið lífræn óhreinindi. Kjörið fyrir gripahús, yfirborð, tækjabúnað, vatnskerfi og sótthreinsun á loftrýmum. Sem dæmi um yfirborðshreinsun og sótthreinsun á búnaði má nefna t.d. beisli, hnakka, skóbúnaði við innganga o.fl..

Aquaklor / Aquawash™ er pH hlutlaust efni, unnið úr blöndu af klór og undirklórsýru sem er allt að 120 sinnum öflugri sótthreinsir en venjulegur 15% klór. Efnið er því öruggt að nota og veldur ekki tæringu. Aquaklor / Aquawash™ má nota bæði með heitu og köldu vatni og á flest alla staði þar sem þörf er á sótthreinsun, lyktareyðingu, og baráttu við grænþörunga. Aquaklor / Aquawash sótthreinsitöflurnar koma 3 saman í boxi og þú færð samtals 4500 ltr af sótthreinsilegi úr 3 slíkum töflum eða 1.500 lítra af sótthreinsilegi úr hverri töflu.

Skoðva Virkon S sótthreinsiduftið í vefverslun

 

Skoða sótthreinsibyssu og sótthreinsitöflur í vefverslun