Sótthreinsun og lyktareyðing í sorpgeymslum og ruslatunnum

Í ruslatunnum og ruslageymslum myndast oft ólykt. Þetta getur verið hvimleitt sérstaklega þegar þetta er í sameignum þar sem ruslarennur eru og lyktin laumar sér upp eftir þeim og inn á stigaganga. Þegar lyktin er farin að gera vart við sig Þá er gott að vera með góð og öflug hreinsiefni sem leysa vel upp fitu, óhreinindi og eyða lykt. Í Kemi, Tunguhálsi 10 færð þú allt sem þarf til þess að hreinsa, lyktareyða og sótthreinsa.

Efni til notkunar í þrifin

Solar Flare TWC er mjög öflug lyktareyðandi sápa og hreinsar gríðarlega vel fitu og föstum óhreinindum. Efnið er blandað og úðað yfir það sem á að þrífa og leyfið því að liggja á í 5 mínútur og skolið síðan vel með vatni annaðhvort með slöngu eða háþrýstidælu, oft nær háþrýstidælan að hreinsa betur óhreinindi sem sitja í gljúpu yfirborði.

Krafthreinsir er basísk (ph14) mjög sterk sápa sem leysir vel fitu og prótein og hentar vel í að þrífa ruslatunnur, sami háttur er hafður á þegar verið er að þrífa með Krafthreinsi, hann er blandaður í vatn og úðað yfir það sem þrífa á og látið standa í 5 mínútur og svo er skolað.

Virkon S er breiðvirkt sótthreinsiefni sem fæst í nokkrum mismunandi einingum allt frá 50 gr. pokum sem duga í 5 lítra af vatni upp í 10 kg. fötur sem henta til dæmis fyrir fyrirtæki sem eru í því að þrífa og sótthreinsa. Einnig er hægt að fá efni sem eru sérstaklega ætluð til lyktareyðingar og má þar nefna Odorite og Solar Flare, bæði efnin eru mjög öflug í lyktareyðingu,

Solar Flare TWC  KrafthreinsirSótthreinsiefni Virkon S

Blöndun á efnum

  • Solar Flare TWC blandið 1:20 (50 ml í hvern líter af vatni).
    • Notkun: Sápublöndunni er svo úðað á yfirborðsfleti.veggi, gólf og innan og utanvert á sorptunnur og gáma. Leyfið efninu að standa í 5  mínútur og skolið svo með vatni og jafnvel háþrýstidælu.
  • Krafthreinsir blandið c.a. 7% eða 70 ml í hvern 1 líter af vatni.
    • Notkun: Úðið sápublöndunni á því á veggi, gólf og ílát. Leyfið efninu að standa í 5-10 mínútur og skolið svo með vatni og jafnvel háþrýstidælu.
  • Virkon S blandið 10 gr. í hvern 1 líter af vatni.
    • Notkun: Gott er að notast við úðakút og úða efninu yfir veggi, gólf og sorpílát. Látið efnið standa, þ.e.a.s. ekki skola það af. Virkon S er gríðarlega öflugt bakteríu og veirueyðandi efni sem hentar mjög vel í sótthreinsun á sorpgeymslum, sorptunnum og rennum.

Virkon S er mjög öflugt líka í lyktareyðingu þó svo það sé ekki sérstaklega gefið upp fyrir þá notkun. Ólykt stafar oftast af bakteríum svo Virkon S vinnur vel á þeim. Gott er að úða Virkon S reglulega yfir sorpílát og í rennur og rennuop á hverri hæð.

Lyktareyðing

Ef að það þarf sérstaklega að lyktareyða þá er hægt að blanda Odorite eða Solar Flare í úðakút 1:10 eða 100 ml í hvern 1 líter af vatni og úða því í og yfir sorpílát, í ruslarennur, veggi og gólf og leyfið því að þorna.