Ég er að leita mér að úðakút sem þolir olíuhreinsi og tjöruhreinsi?

Þessi spurning kemur reglulega. Úðakútar eru misgóðir og White spirit vökvar eiga það til að leysa upp eða þenja út pakkningar og O-hringi. Sérstaklega styttir það líftíma þéttihringja og o-hringja að geyma vökvann í úðakútunum með þrýsting á þeim, það þrýstir vökvanum inn í hringina sem verður til að þeir eyðileggjast hraðar. Best er að finna úðakúta sem eru vandaðir og eru með Viton eða EPDM þéttihringjum sem þola sterkari efni.

Umgengisreglurnar á úðakútum er eins og segir frá framleiðanda.

Úðakútar frá IK

Úðakútar frá IK

  1. Eftir hverja notkun skal tæma allt loft úr kútnum ásamt öllum vökva (oft er ventill á úðakútnum til að lofttæma).
  2. Ef að það er ekki sérstakur loftæmiventill, þá er einfaldast að snúa kútunum á hvolf og taka í úðagikkinn og lofttæma þá þannig.
  3. Varist það að skrúfa toppinn / þrýstipumpuna af úðakútnum ef að loft er enn á kútnum, mikill kraftur getur verið í honum og slys getur hlotist af því.
  4. Skolið því næst kútinn og fylgihluti  vel með vatni, ásamt því að skola vel yfir fóðringar og hringi.
  5. Úðakúta skal geyma innandyra og í þurru rými og helst í hita þar sem slöngur og fóðringar þorna fyrr ef geymdar eru í köldu umvherfi.

Það gilda sömu reglur um þessa vöru og allar aðrar vörur, ef að þú ferð vel með hana þá endist hún vel og lengi. Bara það að loftæma lengir líftímann, skolun á úðakútunum lengir þann líftíma enn frekar.