Interflon Foam Clean er matvælavottað kvoðuhreinsiefni, brýtur niður fitu og óhreinindi hratt og örugglega. Foam Clean var hannað til þess að hreinsa fitu af gleri, plastefnum málmum og lökkuðum flötum sem að eru í matar- og matvinnsluumhverfi.
Foam Clean hentar mjög vel til þrifa á margskonar yfirborðsflötum sem dæmi má nefna: acrylplast, tölvuskjái, sjónvörp, rúður (frábært efni á bílrúður), speglar, hillur, borð, snertiskjair, snjallsíma, GPS og ýmsar gerðir yfirborða sem þola vatn. Einnig má nota Interflon Foam Clean sem blettahreinsir á áklæði, t.d. sófa o.fl..
Kostir Foam Clean kvoðuhreinsisins
- Mjög auðvelt í notkun
- Brýtur hratt niður fitu og óhreinindi
- Skilur ekki eftir sig fitu eða kámuga filmu
- Brotnar niður í umhverfinu
- Interflon Foam Clean er matvælavottað NSF® A1 Skráningarnúmer 138681