Airpop Active Blak/Green er svört og græn fjölnota öndunargríma, ytri skelin er úr mjúku örtrefjaefni (microfiber) sem hleypir vel út hita en er samt sem áður vatnsheld. Airpop Orginal kemur með útskiptanlegum filter sem að má nota í allt að 40 klukkustundir. Airpop Active grímunni fylgja 4 stk. af filterum.
Filterinn sjálfur smellist inn í grímuna og er útbúinn svokölluðu “360° Soft Touch Seal” sem er þunn tvöföld membra sem þéttir vel við andlitið í hring. Hægt er að fá auka filtera 4 stk. saman í pakka.
Þvottur á Airpop Active
- Hægt er að þvo ytra byrðið eða skelina af Airpop Active úr léttri sápublöndu eða strjúka af henni með sótthreinsiklút.
Það er hægt að þvo Airpop filterana á eftirfarandi máta
- Strjúka af filternum með sótthreinsiklút (blautklút) og láta hana þorna.
- Það er hægt að þrífa filterana með 70% alkahóli (sótthreinsiefni) og / eða sápuvatni í að minnsta kosti 20 sekúndur og skola þá mjög vel að því loknu og láta þá þorna í 24 klukkustundir.
- Það má setja filterinn í þvottavél á prógramm fyrir viðkvæman þvott og í allt að 10 skipti við 30°C í mesta lagi 45 mínútur. það þarf þó að hafa það í huga að síun fellur við slíkan þvott, en helst þó yfir 70% síun samkvæmt gæðaprófunum eftir slíkan þvott.
Upplýsingar
- Efni sem notuð eru í Airpop grímurnar eru vottuð: DIN ISO 10993-5 2009-10 og eru allar prófanir framkvæmdar af sjálfstæðu skoðunaraðila: Hohenstein Institute .
- Filterinn er 4 – fjögurra laga settur saman úr nanó trefjum (nano fibers)
- Notkunartími filters í hvert skipti: 8 klst
- E
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.