Airpop filter sem ætlaður er fyrir bæði Active og Original skeljarnar. Airpop filterinn smellist inn í grímuna og er útbúinn svokölluðu “360° Soft Touch Seal” sem er þunn tvöföld membra sem þéttir vel við andlitið í hring. Hver Airpop filter dugar í allt að 40 klukkustundir og þá má nota í allt að 8 klukkustundir í hvert skipti.
Allir filterar eru mjúkir og gerðir úr húðvænum ofnæmisprófuðum efnum og innihalda engin eiturefni.
Pakkinn inniheldur 4 stk. af filterum.
Það er hægt að þvo Airpop filterana á eftirfarandi máta
- Strjúka af filternum með sótthreinsiklút (blautklút) og láta hana þorna.
- Það er hægt að þrífa filterana með 70% alkahóli (sótthreinsiefni) og / eða sápuvatni í að minnsta kosti 20 sekúndur og skola þá mjög vel að því loknu og láta þá þorna í 24 klukkustundir.
- Það má setja filterinn í þvottavél á prógramm fyrir viðkvæman þvott og í allt að 10 skipti við 30°C í mesta lagi 45 mínútur. það þarf þó að hafa það í huga að síun fellur við slíkan þvott, en helst þó yfir 70% síun samkvæmt gæðaprófunum eftir slíkan þvott.
Upplýsingar:
- Efni sem notuð eru í Airpop grímur og filtera eru með vottun: DIN ISO 10993-5 2009-10 og eru allar prófanir framkvæmdar af sjálfstæðu skoðunaraðila: Hohenstein Institute .
- Filterinn er 4 – fjögurra laga settur saman úr nanó trefjum (nano fibers)
- Notkunartími filters í hvert skipti: 8 klst
- Endingartími filters: 40 klst
- Síun agna (Particle filtration – PFE): > 99,3% PM2.5 | >99% PM0.3 – ASTM F2299 / F2299M-03
- Síun baktería (Bacterial Filtration- BFE): 99,9% ASTM F2101-19
- Dropavörn: ASTM F2299 / F2299M-03
Allar prófanir á Airpop grímunum eru framkvæmdar af SGS Laboratories í Swiss | www.sgs.com
<img class="size-full wp-image-295511 alignleft" src="https://kemi.is/wp-content/uplo
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.