K2 Nanotec-1 er hágæða synþetískt bætiefni í smurolíu, efnið byggir á nýjustu nanó tækni. Nanotec-1 má nota út í bæði bensín og dísilvélar sem og saman við smurolíu, gírolíu og glussa s.s. á gírkassa, drif og margt fleira. Nanotec-1 breytir ekki seigjugildi olíunnnar. Léttir viðnám og álag ásamt því að verja slitfleti sem og eldsneytiskerfi að innanverðu. Hentar sérstaklega vel á vélar sem eru undir miklu álagi.
Notkun – blöndun:
- Bensín og Dísil vélar – 50 ml í hvern 1L af smurolíu, endurtakið á 20.000 km fresti
- Gírkassar sem og sjálfskiptingar – 50-60 ml í hvern 1L af olíu, endurtakið á 50.000 km fresti
- Mismunadrif – 60 ml í hvern 1L af gírolíu, endurtakið á 50.000 km fresti
- Báta- og iðnaðarvélar – 30 ml í hvern 1L af olíu, endurtakið á 700 klst fresti
- Loftkælikerfi a/c kerfi – 5-10 ml í hvert skipti sem skipt er um olíu
- Tvígengis vélar – 40 ml í hvern 1L af olíu, má setja út í bensín
- Hjólalegur – setjið þunnt lag á leguna áður en hún er smurð
- Loftpressur – 30 ml í hvern 1L af olíu, endurtakið í hvert skipti eða á 1.000 klst vinnustunda fresti
- Glussakerfi (s.s lyftarar, lyftubúnaður o.fl.) – 250 ml í hverja 20L af glussa eftir 1.000 vinnustundir