Motip DPF Cleaner er hreinsiefni sem ætlað er til notkunar í DPF kerfi. Fjarlægir ösku og aðrar efnaleifar úr dísil DPF kerfum án þess að þörf sé á að opna kerfið. Efnið er hraðvirkt, það er laust við leysiefni, það er ekki ætandi og ekki eldfimt.
Leiðbeiningar
- Efnið er ætlað fagmönnum
- Brúsinn ætti að vera við herbergishita
- Besti hiti er +10°C upp í +25°C
- Hristið brúsann vel fyrir notkun
- Látið vélina kólna áður en efnið er notað, mesti hiti +50°C.
- Fjarlægið hitaskynjara eða þrýstiskynjara úr filternum. Setjið slönguna á brúsanum í gegnum gatið sem skynjarinn var í. Tæmið úr brúsanum með því sprauta 3-5 sinnum úr honum, látið efnið liggja í 5 sekúndur á milli þess sem sprautað er.
- Setjið skynjarann aftur á sinn stað. Ræsið vélina og látið vélina ganga lausagang í 15 mínútur til að láta sem mest af efninu gufa upp. Keyrið bílinn í 30 mínútur. Aksturinn getur framkallað smá gufu á meðan.