Interflon Fin 25 er bætiefni í smurolíu sem byggir á MicPol® tækninni, hentar fyrir hefðbundnar sem og synþetíska smurolíu. Interflon Fin25 má nota á bensín, dísil, LPG og gas vélar. Minnkar viðnám, léttir kaldstart og minnkar hitastig smurolíunnar vegna minna viðnáms og lengir líftíma smurolíunnar. Interflon Fin 25 léttir vinnslu í vélinni sem þýðir meiri eldsneytissparnað.
100 ml af Fin 25 duga í allt að 5 lítra af smurolíu.
Notkunarleiðbeiningar:
- Interflon Fin 25 er best að nota við olíuskipti.
- Hristið brúsann mjög vel fyrir notkun.
- Skiptið um olíusíu um leið og skipt er um smurolíuna.
- Bætið Fin 25 út í smurolíuna og látið bílinn ganga í að minnsta kosti 15 mínútur hvort heldur er í lausagangi eða í léttum akstri.
Ítarlegri upplýsingar má sjá í fylgiskjölum.