Radiator Flush frá Kleen-Flo er vatnskassahreinsir, fjarlægir skán, ryð og óhreinindi úr vatnskössum véla sem og úr lagnakerfinu í vélinni sjálfri. Inniheldur tæringarvörn sem fyrirbyggir frekari tæringu í kerfinu. Radiator Flush hreinsiefnið er öruggt til notkunar á ál.
Inniheldur ekki sýru eða olíukennd efni. Radiator Flush hentar einnig á kælikerfi annarra véla en bílvéla.
Inniheldur 450 ml dugar í allt að 10 lítra. Setjið allt innihald brúsans á vatnskassann. keyrið eða látið vélina ganga í 30 til 60 mínútur og hreinsið síðan kerfið út 2 sinnum með hreinu vatni. Setjið nýja frostlögsblöndu á vatnskassann.