Sealey Workshop Bicycle Stand er í senn viðhalds- og viðgerðarstandur fyrir reiðhjól, hentar bæði fyrir fagmenn inn á verkstæði sem og í bílskúrinn. Mjög öflug, sterkbyggð og góð festing með hæðarstillingu og bakka sem hægt er að leggja frá sér verkfæri og varahluti. Klemmurnar eru gúmmúvarðar til að skemma ekki lakk. Fæturnir eru 4 og er hægt að brjóta þá saman til að grindin taki ekki eins mikið pláss þegar hún er ekki í notkun.
Stærð reiðhjólastands
- Þvermál grindar: innra rör: 35 x 1,5mm – Ytra rör: 38 x 1,2,,
- Mesti sverleiki stells/grindar: 40 mm
- Minnsti sverleiki stells/grindar: 25 mm
- Mesta hæð: 1750 mm
- Minnsta hæð: 1050 mm
- Mesta lestun (þyngd): 30 kg