Starttæki Genius Boost PRO GB150

Forsíða|Hleðslutæki / Starttæki|Starttæki Genius Boost PRO GB150

Starttæki Genius Boost PRO GB150

69.787 kr

Á lager

Genius Boost PRO GB150 er nett og sérlega meðfærilegt 4000A starttæki. GB150 hentar til að ræsa alveg dauða rafgeyma á nokkrum sekúndum. Hentar fyrir bensín- og díselvélar upp að 10.0L. GB150 veitir start í allt að 80 skipti á einni hleðslu.

Fylgiskjöl vöru

Á lager

Magnkaup

x
Vörunúmer: GB150 Vöruflokkur: Merki: ,
Vörumerki:NOCO
Brands

Lýsing

Genius Boost PRO GB150 er mjög öflugt en þó meðfærilegt starttæki. GB150 hentar til þess að ræsa dauða rafgeyma á nokkrum sekúndum. Vegna einkaleyfa varinnar tækni er GB150 starttækið mjög öruggt til notkunar fyrir hvern sem er, það veitir neistafría tengingu sem og vörn gegn öfugri pólun.

Genius Boost+ GB150 má einnig nota sem hleðslustöð/hleðslubanka fyrir allskonar USB tengd tæki upp að 2.1A s.s. snjallsíma, spjaldtölvur, heyrnartól o.fl. eða til þess að knýja 12V tæki s.s. dekkjapumpu og Power inverter o.fl.. Genius Boost PRO GB150 starttækið má einnig nota sem ljósgjafa, það inniheldur LED ljós sem er 500 lúmen með mismunandi stillingum s.s. SOS stillingu í neyðartilfellum. Genius Boost PRO GB150 er með rakavörn IP65.

Við endurhleðlsu á Genius Boost PRO GB150 starttækinu

  • Miðað við USB hleðslutæki sem veitir 0.5A: 45 klukkustundir
  • Miðað við USB hleðslutæki sem veitir 1A: 22 klukkustundir
  • Miðað við USB hleðslutæki sem veitir 2A: 11 klukkustundir

*** ATH! Varðandi USB hleðslukubba/hleðslutæki þá eru t.d. USB kubbar sem fylgja GSM símum í dag eru að gefa frá sér +2A í hleðslu. Miðað við þannig USB kubba þá er full endurhleðsla á GB150 í kringum 11 klukkustundir. Þannig að við endurhleðslu tækisins þá þarf að hafa í huga styrkleikann á USB kubbnum/hleðslutækinu sem verið er að nota, þau eru misöflug.

Genius Boost PRO GB150 4000A hentar fyrir bíla, trukka, báta. Fyrir bensín- og díselvélar allt að 10.0L.

ATHUGIÐ! Fylgið ávallt leiðbeiningum um notkun tækisins.

Þegar nota á starttækið til að starta farartæki er rétt að bera sig að með eftirfarandi hætti:

  1. Fyrst skal tengja tækið við rétta póla á þeim rafgeymi sem á að hlaða (starta með).
  2. Þegar tenging er komin á er rétt að kveikja á tækinu. Tækið þarf nokkrar sekúndur til að mæla hleðslu og rýmd á rafgeyminum.
  3. Reynið að starta farartækinu, ef rafgeymirinn er ekki of djúpt fallinn þá ætti tækið að duga til ræsingar.
  4. Ef rafgeymirinn er alveg fallinn þá á að nota hnapp sem er rauður með upphrópunarmerki, þrýsta á hann í 5 sekúndur og ræsa síðan farartækið. Þegar þessi hnappur er notaður gefur tækið fullt afl og aftengir allan eigin öryggisbúnað.
  5. Um leið og ökutækið er komið í gang á að slökkva á starttækinu”ÁÐUR” en það er aftengt!

*** Ef að startklær snertast á tæki sem kveikt er á er mjög líklegt að skammhlaup verði og tækið er þá ónýtt, slík tjón verða ekki bætt ***

Ítarlegri tæknilegar upplýsingar má sjá í fylgiskjölum

Viðbótarupplýsingar

Nánari lýsing
Framleiðandi

Þessar vörur gætu líka hentað þér…