Krafthreinsir / Flydende pH14

Krafthreinsir / Flydende pH14

6.546 kr29.631 kr

Krafthreinsir er mjög öflug basísk sápa pH14. Vinnur hratt og vel á erfiðum óhreinindum, próteinum og fitu. Hentar mjög vel til hreinsunar í gripahúsum og hefur verið sérstaklega vinsæl meðal hestamanna við þrif í hesthúsum.

Fylgiskjöl vöru

Magnkaup

x
Vörunúmer: ***SKOÐAÐU VALMÖGULEIKA VÖRUNNAR*** Vöruflokkar: , , , ,
Vörumerki:Knud E Dan
Brands

Lýsing

Krafthreinsir pH14 – Flydende pH14

Mjög öflug basísk sápa sem hentar í margskonar óhreinindi. Krafthreinsir virkar best þegar hann er blandaður niður 1:10 og það má blanda hann allt að 1:20.

Krafthreinsir pH14 (Flydende pH14) er mjög vinsæl sápa í þrifin í hesthúsum sem og öðrum gripahúsum. Krafthreinsir vinnur mjög hratt og vel á föstum, erfiðum óhreinindum og próteinum og fitu. Einnig er hægt að nota Krafthreinsi á sólpallinn, hellurnar og Krafthreinsir virkar mjög vel sem djúphreinsisápa á teppi sem eru illa farin.

Krafthreinsi má einnig nota í lágþrýstum kvoðubúnaði og skola þá á eftir með volgu eða heitu vatni.

Blöndun

  • Venjuleg hreingerning 1-2 dl í 10 lítra af vatni (1-2%)
  • Kvoðuhreinsir 5-10%
  • Lágþrýstihreinsun 1-5dl í 10 lítra af vatni

Gott er að leyfa Krafthreinsinum að standa á fletinum í 5-10 mínútur áður en hann er skolaður af, í sumum tilfellum gætu þurft að skrúbba erfiðustu óhreinindin.

pH gildi

  • 1% ca. pH 12
  • 10% ca. pH 13
  • Óþynnt  pH 14

Viðbótarupplýsingar

Nánari lýsing
Magn

|

Þessar vörur gætu líka hentað þér…