Solar flare TWC er fjölnota hreinsiefni, hentar til þrifa og niðurbrots á fitu sem og til þess að eyða ólykt. Solar Flare TWC er gríðarlega öflug sápa sem hentar sérstaklega vel rými sem eiga það til að lykta illa s.s. votrými, salerni, í og við þvagskálar, ruslageymslur, ruslagáma, ruslarennur, móttökusvæði sorps, gólffleti sem safnas fita og ólykt á og margt fleira.
Solar Flare TWC er ekki efni sem felur ólykt heldur ræðst það á ólyktina og eyðir henni.
Upplýsingar
- Tegund hreinsiefnis: Lyktareyðing / Fituhreinsun
- Gerð efnis: Þykkni til blöndunar
- Litur: Gulur
- Ilmur: Frísklegur ilmur (blómailmur)
- pH gildi (þykkni): 9,0 – 10,5
Blöndun Solar Flare TWC:
- Gólffletir: Blandið 30-60 ml út í 10 lítra af vatni í fötu og skúrið eins og venjulega, skilur flötinn eftir skínandi hreinan.
- Hlandskálar: Óblandað 30-60 ml 2 sinnum í viku beint í þvagskálina.
- Ruslagámar og ruslageymslur: 1 líter af TWC á móti 25 lítrum af vatni og vætið mjög vel yfir svæðið.
- Ruslapressur: 1 líter af TWC á móti 25 lítrum af vatni og vætið yfir ruslapressuna í hvert skipti sem hún er notuð, gott er að vera með efnið blandað í úðakút og til hliðar við ruslagáminn.
- Ruslabílar: Hægt er að nota TWC við þrif á ruslabílum með 1 líter af TWC á móti 25 lítrum af vatni úðið yfir og látið standa í lok almennra þrifa.
- Erfið lyktareyðing: Úðið Solar Flare TWC óblönduðu yfir svæðið látið standa eða þrífið svo eins og vanalega.
- Fitugildrur (til niðurbrots á fitu og ólykt): 120-240 ml TWC á móti 4 lítrum af vatni.
- Rotþrær: 4 lítrar af TWC á móti 16 lítrum af vatni þessi blanda er til móts við hverja 2.000 lítra þró, hellið blöndunni út í rotþróna/safntankinn (eyðir engu bakteríulífi)