Bio-Pak er mjög öflugt lyktareyðandi niðurbrotsefni í ferðasalerni. BIO-PAK hentar sérstaklega vel fyrir þá sem þurfa að tæma ferðasalernið á hverjum degi. BIO-PAK inniheldur mjög öfluga ensímblöndu sem vinnur hratt á úrgangi og pappír og skiptir þá engu máli hvaða tegund klósettpappírs er notaður. Bio-Pak er einnig með mjög öfluga og langvarandi lyktareyðingu. ATHUGIÐ – FERÐASALERNI SEM NOTAST VIÐ BIO-ACTIVE MÁ TÆMA FERÐASALERNIÐ BEINT Í ROTÞRÆR!
Hægt er að fá Bio-Pak með tvennskonar ilm, Tropical ilm eða Alpine Fresh ilm, þeir sem vilja ekki ilm af niðurbrotsefninu sjálfu þá bendum við á Bio-Active en það er alveg lyktarlaust efni með sömu öflugu niðurbrotseiginleikana.
Bio-Pak Express inniheldur 15 púða – 1 púði dugar í safntanka minni ferðasalerna (“Kasettuklósetta”) eða allt að 25 lítrum.
Notkunarleiðbeiningar
- Lítil ferðasalerni “kasettuklósett” 25 lítrar: Setjið 1 púða af Bio-Pak Express í safntank ferðasalernisins annað hvort beint eða með því að sturta því niður ásamt 500ml-1.000ml af vatni með púðanum.
- Safntankar allt að 200 lítrar: Setjið 2-3 púða af Bio-Pak í safntank ferðasalernisins annað hvort beint eða með því að sturta því niður ásamt 10 – 20 lítrum af vatni (fer eftir stærð).
Athugið að púðinn er settur beint í safntankinn eða sturtað niður, ekki er þörf á að rjúfa umbúðirnar því þær brotna strax niður í vatninu í safntankinum.