Porta-Por er lyktareyðandi niðurbrotsefni sem ætlað er til notkunar í ferðasalerni, þetta byggir á sömu formúlu og Porta-Pak en Porta-Por er fljótandi útgáfa. Einfalt og þægilegt í notkun og gríðarlega öflugt í lyktareyðingu. Porta-Por hentar fyrir safntanka í rútum, húsbílum, hjólhýsum og bátum og fleiri salerniskerfi. Einnig má nota Porta-Por í vatnstankinn (forðatankinn).
Porta-Por fæst í tveimur pakkningum 6 x 118ml flöskur (12 skammtar) og 946ml.
Notkunarleiðbeiningar fyrir lítil ferðasalerni “Kasettuklósett” 25 lítra c.a.
- Setjið 500 til 1000ml af vatni í safntankinn.
- Setjið c.a. 60ml (helminginn úr litlu flöskunum) í safntank ferðasalernis (sturtið því niður).
- Athugið fyrir þá sem það vilja þá má líka setja smá Porta-Por í vatnsforðatankinn aukalega.