Interflon Degreaser EM30 er fjölnota öflugt sítrushreinsiefni sem hentar mjög vel til notkunar í matvælavinnslum sem og á fleiri stöðum. Efnið virkar mjög svipað og Metal Clean en gufar ekki eins hratt upp og er því hentugt í verkefni þar sem efnið þarf tíma til að liggja á fletinum sem hreinsa á. Efnið fjarlægir meðal annars tjöru, málningu, bón, olíu, fitu blek, sílikon, lím, límrestar og margt fleira. Hentar mjög vel til að kaldhreinsunar á keðjur og vélar, legur, öxla og þar sem fita og olía gæti hafa farið niður viuð hlið véla og tækja. Interflon degreaser EM30 er hlutlaust á alla málma.
Kostir:
- Mjög öflugt iðnaðarhreinsiefni
- Frábært efni í staðinn fyrir “Acetone”
- Skilur ekki eftir sig skán eða húð
- Má nota í matvinnsluumhverfi efnið er NSF® K1/K3 vottað