Interflon Power Wipes eru matvælavottaðir, sterkir blautklútar af iðnaðargæðum mettaðir með öflugri hreinsilausn með F-Active Technology. Þægilegir og auðveldir í notkun til að þrífa verkfæri, vinnusvæði, vélarhluta, búnað og marga aðra fleti. Leysa upp á skilvirkan hátt óhreinindi, fitu, olíu, blek, tjöru, prentduft, málningu, bremsuryk, sót, tússbletti, trjákvoðu, lím, grasgrænu og margt fleira. Ómetanlegir þegar unnið er fjarri vinnustöð og ekki auðvelt aðgengi að vatni s.s. í vinnubílinn eða bílskúrinn.
Þegar varan er notuð á búnað sem verður skilað á matvinnslusvæði verður að þvo hana alveg af og skola með drykkjarhæfu vatni áður en búnaðinum er skilað á vinnslusvæðið.
Interflon Power Wipes er skráð af NSF (Class H1) til notkunar í matvælaiðnaði sem almennt hreinsiefni.
Inniheldur 90 stk blautþurrkur, dunkurinn er með góðu loki sem þéttir vel svo þurrkurnar þorni síður.
Notkunarstaðir: Þrif á tækjum, vélarhlutum og vinnusvæði við sundur- og samsetningu og viðgerðir á vélum, tækjum o.s.frv. Fituhreinsun stjórnborða á vélum, krönum, stýrishúsa á vörubílum, sláttuvéla, björgunartækja o.s.frv. Til að fjarlægjablek, stimpilpúðablek, túss, tóner og smurefni úr skurðarborðum, samgöngukerfum og prentvélum.
Kostir
- Stórir og sterkir klútar sem hreinsa fljótt og vel
- Drekka í sig óhreinindi með mikilli virkni
- Auðveldir og ódýrir í notkun
- Trosna ekki
- Verða rakir í nokkrar klukkustundir fyrir endurtekna notkun
- Notaleg lykt
- Inniheldur Aloe Vera
- Í endurlokanlegum umbúðum svo klútarnir þorni ekki
Notkunarleiðbeiningar
Áður en Interflon Power Wipes klútarnir eru notaðir: Fjarlægðu lokið og taktu oddinn á fyrstu þurrkunni úr miðri rúllunni og dragðu hana í gegnum opið á lokinu. Lokaðu síðan lokinu. Dragðu hverja þurrku út með 45° horni að næstu riflínu. Ráðlegt er að prófa lítið áberandi svæði til að ganga úr skugga um að hreinsiefnið hafi ekki neikvæð áhrif á eða skaði yfirborðið sem verið að þrífa. Ekki nota á heita fleti. Ekki nota vöruna eða láta hana þorna í beinu sólarljósi.
ATH: Ekki nota á plexígler.