EZ-Slix er sérstakt asfalt (malbiks) varnarefni fyrir vörubílspalla, malbikunartæki, skóflur, hjólbörur, hrífur og fleira sem notað er við malbiksframkvæmdir. EZ-Slix myndar varnarfilmu milli malbiks- malbiksefna og yfiborðsins sem það er borið á. Efnið varnar því að það safnist upp við yfirborð tækis.
EZ-Slix er auðvelt í notkun, blandið það niður og annað hvort úðið því yfir flötinn eða burstið því á hann til að verja hann gegn malbiki.
Blöndunarleiðbeiningar
Blandið efnið í vatn í hlutföllunum 5:1 (5 hlutar vatn á móti 1 af EZ-Slix) en það má blanda það allt að 30:1, fer eftir því á hvað er verið að nota það, best er að prófa efnið á því yfirborði sem á að nota og styrkja þá blönduna þar til þú nærð ásættanlegri blöndu.
Ítarlegri upplýsingar má sjá í fylgiskjölum.