Sótthreinsimotta 60x85cm

Forsíða|Hreinsiefni|Sótthreinsimottur|Sótthreinsimotta 60x85cm

Sótthreinsimotta 60x85cm

15.996 kr

Á lager

Sótthreinsimotta sem ætluð er til notkunar við innganga að viðkvæmum svæðum og þá í þeim tilgangi að sótthreinsa skósóla eða jafnvel fætur dýra. Mottan er með sérstaklega styrktum botni og hliðum, mottan tekur 8 lítra af sótthreinsi vökva.

Á lager

Vörunúmer: 34332-1 Vöruflokkur: Merki: ,

Lýsing

Motta sem ætluð er fyrir sótthreinsandi vökva. Sótthreinsimottan er ætluð til notkunar við innganga að viðkvæmum svæðum  og þá í þeim tilgangi að sótthreinsa skósóla eða jafnvel fætur dýra. Mottan er með sérstyrktum botni og hliðum og tekur hún 8 lítra af sótthreinsi vökva.

Hvaða sótthreinsiefni á að nota?

Við mælum með notkun Virkon™ S sótthreinsiefni, það kemur í duftformi og blandast við vatn 10 grömm af Virkon™ S í hvern 1 líter af vatni. Þetta er eitt mest rannsakað og öflugasta sótthreinsiefni í heiminum. Smelltu á hnappinn hér að neðan til þess að fá ítarlegar upplýsingar um Virkon™ S.

Virkon S sótthreinsiefni

Virkon S sótthreinsiefni

Skoða Virkon S

 

Hversu oft þarf að skipta um vökva?

Sótthreinsivökvinn í mottunni gufar upp eins og um vatn væri að ræða. Ef mikill umgangur er þá berst hluti af vökvanum upp með skósólanum í hvert skipti sem gengið er á mottunni. Það þarf því að fylgjast með mottunni og fylla á hana reglulega. Sótthreinsimottur þarf að þrífa reglulega (fer eftir notkun), skola úr henni og setja alveg nýjan sótthreinsivökva.

Stærð:

  • Breidd: 60cm
  • Lengd: 85cm
  • Þykkt: 4cm
  • Magn af vökva sem mottan tekur: 8L

 

Þessar vörur gætu líka hentað þér…