Novadan Lime Powder 373 (duft) er kísilhreinsir og kalkhreinsir, notað á útfellingar sem myndast á ýmsum búnaði s.s. í uppþvottavélar, þvottavélum, kaffivélum, margskonar hitaelementum. Einnig er hægt að nota Lime Powder 373 til að hreinsa kísil af blöndunartækjum og baðbúnaði, sturtum og sturtuglerjum.
!!! ATHUGIÐ NOTIÐ ALLS EKKI MEÐ ÖÐRUM EFNUM !!!
Blöndunarleiðbeiningar
- Blöndunartæki, sturtugler og baðaðstaða: 100 grömm af Lime Powder 373 í 1 líter af volgu vatni (duftið leysist hraðar og betur upp í volgu vatni), best er að notast við úðakút eða úðabrúsa. ATH! byrjið ávallt notkun svona leysiefna á lítt sjáanlegu svæði).
- Kaffivélar: 50 grömm af Lime Powder 373 í 1 líter af volgu vatni (duftið leysist hraðar og betur upp í volgu vatni) .
- Þvottavélar 4-6kg (eingöngu vélar með ryðfría tromlu): hellið 2,5dl í sápuhólfið á þvottavélinni eða beint inn í tromluna og látið vélina á hefðbundið 60°C þvottakerfi (án fata). Gott er að gera þetta 2-4 sinnum á ári.
- Uppþvottavélar: Fyllið á sápuhólfið með Lime Powder 373 og hreinsið vélina tóma á 40-60°C.
Upplýsingar
- Litur: Hvítur
- Efnisgerð: Duft
- Lykt: Lyktarlaust
- Eðlisþyngd: ~ 1,20 kg/l.
- pH gildi í vatni 1% blanda: ~1,5