Evapo-Rust® GEL ryðhreinsir, hentar mjög vel til ryðhreinsunar á lóðrétta fleti sem og á hluti sem eru of stórir til að leggja í bleyti. Hreinsið allt laust ryð og óhreinindi. Berið efnið á í þykku lagi. Látið efnið standa í allavega 1 – 2 klukkustundir og skolið af með vatni, endurtakið ef þörf þykir og meðhöndlið málminn ávallt að lokum til að hann ryðgi ekki aftur. Notið efnið við 15°C til 30°C til að sem bestur árangur náist.
Athugið að ef að Evapo-Rust gelið þornar á yfirborðinu gæti þurft að bursta með stífum bursta þegar efnið er skolað af yfirborðinu.
Evapo-Rust® er ekki ætandi fyrir stál og skemmir ekki brass, kopar, ál, plast, gúmmí, gler o.fl..
-
Kostir Evapo-Rust® Gel Ryðeyðir
- Hægt að bera það á lóðrétta fleti með pensli
- Brotnar niður í náttúrunni
- Inniheldur ekki rokgjörn efni (No VOCs)
- Lyktarlítið
Leiðbeiningar
- Undirbúið yfirborðið og hreinsið allt laust ryð, fitu og olíu.
- Berið gelið á með pensli eða svamp.
- Bíðið í allavega 1-2 klukkustundir.
- Skolið af með vatni og þurrkið.
Athugið: Til þess að ná sem bestum árangri, notist ekki í beinu sólarljósi. Berið þykkt lag af Evapo-Rust® geli á ryðgað yfirborðið. Endurtakið ferlið ef að þörf þykir á mjög ryðguðum hlutum. Ef að Evapo-Rust® þornar á yfirborðinu hreinsið þá af með bursta og vatni.