Evapo-Rust GEL ryðeyðandi hreinsiefni

Vörunúmer er088

Evapo-Rust® GEL ryðhreinsir, hentar mjög vel til ryðhreinsunar á lóðrétta fleti sem og á hluti sem eru of stórir til að leggja í bleyti. Hreinsið allt laust ryð og óhreinindi. Berið efnið á í þykku lagi. Látið efnið standa í allavega 1 – 2 klukkustundir og skolið af með vatni, endurtakið ef þörf þykir og meðhöndlið málminn ávallt að lokum til að hann ryðgi ekki aftur. Notið efnið við 15°C til 30°C til að sem bestur árangur náist.

Athugið að ef að Evapo-Rust gelið þornar á yfirborðinu gæti þurft að bursta með stífum bursta þegar efnið er skolað af yfirborðinu.

Fylgiskjöl

Öryggisblað

Vara væntanleg

Hvar er varan til?

Vörunúmer: er088 Flokkar: , , , Stikkorð:
Evapo-Rust