Express SX Sæfiefni
Almennar upplýsingar: Express SX er breiðvirkt sæfiefni gegn fjölda illgresistegunda (tvíkímblöðunga) við vor- og vetrarsáningu með eða án skjólsæðis, sjá einnig heildartöflu um virkni á bls. 42. Plöntur taka Express SX aðallega upp gegnum laufblöðin. Besta virkni næst á vökvamettuðu illgresi með 2-4 blöðum í góðum vexti. Upptaka Express SX er hröð og efnið dregst inn í frumur plantnanna. Hjá viðkvæmum illgresistegundum hættir myndun nauðsynlegra amínósýra, þannig að vöxtur stöðvast eftir fáeinar klukkustundir, og plönturnar hætta að taka til sín vatn og næringu. Sýnileg einkenni koma fyrst í ljós eftir 1-3 vikur. Í byrjun verða vaxtarsprotar gulleitir, en síðan visnar illgresið. Visnun er hröðust í heitu og þurru veðri.
Express SX hefur góða virkni við lágt hitastig, sé illgresið í vexti. Einstaka næturfrost eða regn skömmu eftir úðun hefur ekki áhrif á virkni efnisins.
Blöndun úðunarvökva
Hefjið alltaf úðun með hreinum tækjabúnaði. Á þurrum dælumembrum frá fyrri úðun geta verið efnaleifar, sem losna og geta valdið tjóni á síðari uppskeru. Áfylling getur verið hvar sem er, sé allt efni sem fer til spillis hreinsað vandlega upp. Þetta er almenn regla við öll sæfiefni. Leysið upp tilsett magn Express SX í vatni með því að hræra því vel, og síðan önnur efni, sé það ætlunin. Þynnið með vatni upp í rétt rúmmál. Bætið í dreifi- og bindiefnum rétt áður en tankur er fylltur. Haldið áfram hrærslu þar til úðun er lokið.
Express SX Illgresiseyðir – Notist aðeins á illgresi í korni með eða án skjólsáningar á grasfræi. Vatnsleysanleg korn með DuPont SX tækni.
Innihaldslýsing:
Tríbenúron-metýl: 500 g/kg (50 % þ/þ)
Hlutfall SX korna og taflna: 7,5 g Express SX = 1 tafla Express SX
Virkniflokkur
HRAC B