Express 50 SX illgresiseyðir

Vörunúmer Express 50 SX

Athugið að þetta efni er eingöngu ætlað fagaðilum með notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum! Hafið samband við sölumann í síma 415 4000 eða sendið okkur tölvupóst á kemi@kemi.is til að fá upplýsingar um verð og birgðastöðu!

Express SX er breiðvirkt sæfiefni gegn fjölda illgresistegunda (tvíkímblöðunga) við vor- og vetrarsáningu með eða án skjólsæðis, sjá einnig heildartöflu um virkni á bls. 42. Plöntur taka Express SX aðallega upp gegnum laufblöðin. Besta virkni næst á vökvamettuðu illgresi með 2-4 blöðum í góðum vexti. Upptaka Express SX er hröð og efnið dregst inn í frumur plantnanna. Hjá viðkvæmum illgresistegundum hættir myndun nauðsynlegra amínósýra, þannig að vöxtur stöðvast eftir fáeinar klukkustundir, og plönturnar hætta að taka til sín vatn og næringu. Sýnileg einkenni koma fyrst í ljós eftir 1-3 vikur. Í byrjun verða vaxtarsprotar gulleitir, en síðan visnar illgresið. Visnun er hröðust í heitu og þurru veðri.

Fylgiskjöl

Hvar er varan til?

Vörunúmer: Express 50 SX Flokkur: Stikkorð: ,
DuPont