Primus er kerfisvirkur illgresiseyðir til notkunar á tvíkímblaða illgresi í korni með eða án skjólsáningar á grasfræi svo og í beitilandi og túnrækt. Ekki má nota Primus í ræktun þar sem mikið er um smára, refasmára eða aðrar belgjurtir. Primus virkar m.a. gegn krókamöðru, kamillu, haugarfa, illgresi af krossblómaætt og vafsúru.
Virkni
Primus inniheldur ALS-tálmann flórasúlam, sem er tekinn upp í gegnum blöð illgresisins. Vöxtur illgresisins stöðvast um leið og efnið er tekið upp. Fyrstu einkenni á næmum tegundum koma fram nokkrum vikum eftirúðun.
Hitastig við notkun
Hægt er að nota Primus við hitastig allt niður að 2-3°C og þegar illgresið er í vexti. Til að ná sem mestum árangri er mælt með því að úða þegar illgresið er ennþá smávaxið.
Forðist úðun ef nytjaplönturnar eru undir álagi, s.s. útaf kulda, þurrki, miklum jarðvegsraka, meindýrum, eða næringarskorti. Úðun á nytjaplöntur sem eruundir álagi getur valdið skammvinnri blaðgulnuneða vaxtarskerðingu, en hefur þó yfirleitt ekki áhrif á uppskerumagn. Úðun á höfrum eftir að vaxtarstigi BBCH 32 er náð eykur hættu á blaðgulnunog vaxtarskerðingu.
Blöndunar- og notkunarleiðbeiningar
Ræktun | BBCH | Hámarksskammtur, ml/ha |
Vetrarhveiti, vetrarbygg, rúgur og rúghveiti | 23-29 | 60-75 |
30-39 | 75-100 | |
Vorbygg, vorhveiti og hafrar | 20-29 | 50-75 |
30-39 | 75-100 | |
Beitilönd og túnrækt, 1. árs tún | 20-29 | 75 |