Primus illgresiseyðir óblandað

Forsíða|Landbúnaður|Illgresiseyðir|Primus illgresiseyðir óblandað

Primus illgresiseyðir óblandað

Primus er kerfisvirkur illgresiseyðir til notkunar á tvíkímblaða illgresi í korni með eða án skjólsáningar á grasfræi svo og í beitilandi og túnrækt. Ekki má nota Primus í ræktun þar sem mikið er um smára, refasmára eða aðrar belgjurtir. Primus virkar m.a. gegn krókamöðru, kamillu, haugarfa, illgresi af krossblómaætt og vafsúru.

Fylgiskjöl vöru

Vörunúmer: 55224_ Vöruflokkur: Merki: ,
Vörumerki:Dow AgroSciences
Brands

Lýsing

Primus er kerfisvirkur illgresiseyðir til notkunar á tvíkímblaða illgresi í korni með eða án skjólsáningar á grasfræi svo og í beitilandi og túnrækt. Ekki má nota Primus í ræktun þar sem mikið er um smára, refasmára eða aðrar belgjurtir. Primus virkar m.a. gegn krókamöðru, kamillu, haugarfa, illgresi af krossblómaætt og vafsúru.

Virkni

Primus inniheldur ALS-tálmann  flórasúlam, sem er tekinn upp í gegnum blöð illgresisins. Vöxtur illgresisins stöðvast um leið og efnið er tekið upp. Fyrstu einkenni á næmum tegundum koma fram nokkrum vikum eftirúðun.

Hitastig við notkun

Hægt er að nota Primus við hitastig allt niður að 2-3°C og þegar illgresið er í vexti. Til að ná sem mestum árangri er mælt með því að úða þegar illgresið er ennþá smávaxið.

Forðist úðun  ef nytjaplönturnar  eru undir álagi, s.s.  útaf kulda, þurrki, miklum jarðvegsraka, meindýrum, eða  næringarskorti. Úðun  á nytjaplöntur sem eruundir álagi getur valdið skammvinnri blaðgulnuneða vaxtarskerðingu, en hefur þó yfirleitt ekki áhrif á uppskerumagn. Úðun á höfrum eftir að vaxtarstigi BBCH 32 er náð eykur hættu á blaðgulnunog vaxtarskerðingu.

 


 

Blöndunar- og notkunarleiðbeiningar

Ræktun BBCH Hámarksskammtur, ml/ha
Vetrarhveiti, vetrarbygg, rúgur og rúghveiti 23-29 60-75
30-39 75-100
Vorbygg, vorhveiti og hafrar 20-29 50-75
30-39 75-100
Beitilönd og túnrækt, 1. árs tún 20-29 75
30-39 75-150
Beitilönd og túnrækt, 2. ára tún og eldri 20-39 75-150

 


Íblöndunarefni

Til að tryggja bestu virkni á vissar tegundir gæti þurft aðbæta  viðloðunarefni í úðunarlausnina.

 Jarðvegstegund

Primus má nota á allar jarðvegstegundir.

Regnheldni

Primus skolast ekki af laufblöðum í rigningu ef meira en ein klst. er liðin frá úðun.

Tankblöndun

Ekki skal blanda Primus við efni sem innihalda fenoxapróp-p-etýl eða klódínafóp.

Endursáning

Ef til þess kemur að sá þurfi aftur í svæði sem meðhöndlað hefur verið með Primus að vori, er aðeins hægt að rækta þar korn eða gras.

Næsta ræktun

Engar takmarkanir eru á því hvaða tegundir má rækta næst, sama haust eða næsta vor, í landi sem hefur verið meðhöndlað með Primus.

Persónuhlífar

Mælt er með eftirfarandi:

Við blöndun: Notið hlífðarbuxur eða svuntu, öndunargrímu (hálfgrímu með síugerð A2P2), hlífðarhanska og stígvél.

Við úðun: Ef notuð er úðunarbóma, fest á dráttarvél eða sambærilegt tæki, sem er í minna en 1 metra hæð frá yfirborði, og við vinnu utan stýrishúss skal nota hlífðarbuxur, hanska og stígvél. Ef unnið er í lokuðu stýrishúsi (með slökkt á loftinntaki) þarf ekki að nota sérstakan hlífðarbúnað.

 Úðunartækni og vatnsmagn

Við úðun á Primus skal nota hefðbundna úðadælu sem samræmist þeim stöðlum og tæknilýsingum sem framleiðandi hennargefur upp. Bæði er hægt að blanda úðunarlausn beint út í úðunartankinn eða nota sérstakan blöndunartank.

Ráðlagt vatnsmagn er 100-300 l/ha. Notið úðunaraðferð sem hentar stærð gróðursins og blaðgerð hans. Við úðun á þétta gróðurþekju og þar sem þörf er á góðu rennsli niður um gróðurinn, er mælt með a.m.k. 200 lítrum af vatni á hvern hektara.

 


 

Dæmi um úðunaraðferð

Vatn (l/ha) Stútur Þrýstingur (bör) Hraði
100 Grænn – ISO 015 2,5 6,6 km/klst.
150 Gulur– ISO 020 2,5 5,8 km/klst.
200 Fjólublár – ISO 025 2,5 5,5 km/klst.

 


 

Blöndun úðunarvökva

Gætið ávallt að því að úðadælan sé vel  hreinsuð og ekki séu í henni leifar af efnum frá síðustu úðun áður en blöndun á úðunarlausn hefst. Þetta á sérstaklega við ef dælan hefur verið notuð við úðun í annarri ræktun.

Blöndunartankur: Ef notaður er blöndunartankur til áfyllingar úðunarlausnar  skal fylla hann að hálfu með vatni,  bæta viðviðeigandi magni af Primus og soga innihaldið  upp í úðunartankinn. Jafnóðum skal láta renna hreint vatn inn í blöndunartankinn.

Að því loknu skal skola vel blöndunartankinn og tómar umbúðir ef einhverjar eru. Endurtakið ferlið með því að opna/loka botnloka í blöndunartanknum þar til engar sýnilegar leifar af Primus eru í honum . Viðloðunarefni er bætt við í lokin.

Bein áfylling á úðunartank:  Lesið leiðbeiningar frá framleiðanda úðadælunnar.

Þrif á úðunardælu að innanverðu við lok eða skipti á úðunarverkefni

Athugið! Rúmtak skolvatnstanks, ef hann er til staðar, skal vera það mikið að hægt sé að þynna úðunarlausnina sem verður afgangs a.m.k. 50 sinnum.

Gætið þess að hreinsa alla innri hluta úðadælunnar vandlega. Opniðalla krana og ventla ásamt því að hækka þrýstinginn nógu mikið til þess að yfirþrýstingslokinn frá sjálfhreinsandi síunni opnist. Þetta gildir fyrir allt hreinsunarferlið.

  • Munið að tæma úðadæluna alveg áður en hreinsun hefst. Leifum af úðunarlausn  og skolvatni skal úða yfir eða nota á það svæði sem hefur veriðmeðhöndlað.
  • Notið innri skolúðastútana til þess að skola úðunartankinn, slöngur og bómur með vatni úr skolvatnstankinum strax að lokinni úðun. Skolvatninu má deila þannig að skolun að innan fari fram 2-3 sinnum.
  • Fyllið á tankinn með vatni, 10%-15% af rúmtaki (100-150 lítrar af vatni í 1000 lítra tank) og bætið 0,5 lítrum af All Clear1 Extra, eða öðru sambærilegu hreinsiefni, í viðeigandi skammtastærð fyrir 100 lítra af vatni. Úðið svolitlu af hreinsilausninni út í gegnum slöngur og stúta svo þau blotni. Hafið hræringu og innri skolúðastúta í gangi í a.m.k. 15 mínútur. Tæmið lausnina úr úðadælunni í gegnum bómu og úðunarstúta yfir þar til ætlað svæði, t.d. yfir jarðveg, þar sem ekki er hætta á að hún berist í yfirborðsvatn eða niðurföll.
  • Úðastútar og síur eru teknar frá og skolaðar í vatni blönduðu með 50 ml af All Clear Extra fyrir hverja 10 lítra af vatni eða öðru sambærilegu hreinsiefni í viðeigandi skammtastærð.
  • Skolið úðunartankinn og allar slöngur vandlega í 5 mínútur úr hreinu vatni. Skolvatninu skal úða út í gegnum bómu og úðunarstúta.

 


 

Aðgerðir til að fyrirbyggja þol

Vöruheiti Tegund Virkt efni HRAC-flokkur Hætta á myndun þols
Primus Illgresiseyðir Flórasúlam B Mikil

Mikilvægt er að beitt sé markvissumaðgerðum til að fyrirbyggjaþol gegn Primus. Dow AgroSciences mælir með að eingöngu  ein plöntuverndarvara með virkni sem ALS-tálmi  sé notuð til að berjast gegn illgresi í hverri ræktun. Til að forðast þolmyndunmælir Dow AgroSciences með því að skipt sé á milli illgresiseyða með mismunandi virkun . Forðist að nota Primus í sömu ræktun á hverju ári og notið það ekki oftar en tvisvar sinnum á þriggja ára tímabili. Einkum ætti að fara að þessum ráðleggingum ef jarðvinnsla er lítil.  Hafa skal í huga að skortur á virkni , þrátt fyrir rétta notkun,  getur stafað af því að byrjað er að myndast þol gegn vörunni.

 


 

Viðbótarupplýsingar

Nánari lýsing
Framleiðandi

Magn

Go to Top