Justrite® – Sure Grip® EX Wall-Mount efnvöruskáparnir eru ætlaðir til þess að hengja upp á vegg. Wall-Mount efnaskáparnir eru með 2 hurðum. Efnavöruskáparnir koma með U-Loc™ (2 lyklum), öflugri sílendra læsingu. Ef að þörf þykir er einnig er hægt að læsa aukalega með hengilás (hengilás fylgir ekki með), sjá mynd af læsingu í myndasafni.
Hægt er að fá aukahillu í Wall-Mount efnaskápana, nánar er hægt að sjá hvaða vörunúmer passar í hvern skáp í fylgiskjölum
Á skápunum er tveir loftunarmöguleikar sem innihalda neistavörn.
Hægt er að fá flesta Justrite efnaskápana með tvennskonar hurðarmöguleika, annarsvegar Manual sem er handvirk hurð og svo hinsvegar Self-Close eða sjálflokandi, sá búnaður sleppir hurðinni og hún lokast sjálfkrafa t.d. við eldsvoða eða hita yfir 74°C.
- Manual: hurðin opnast allt að 180° og læsingin smellur þegar hurðin er lögð aftur.
- Self-Close: hurðin er með innfelldri löm og lokast sjálfkrafa við mikinn hita eða eld þegar “Fusible Link” tengipuntkur milli hurðar og efnaskáps bráðnar við 74°C.
Sure-Grip® EX Wall-Mount efnaskáparnir fást í eftirfarandi útgáfum og stærðum, Manual eða Self-Close, sjá í töflunni hér að neðan.
Vörunúmer | Hurð – Lokun | Stærð í lítrum | Ytra mál (HxBxD) | Innra mál (HxBxD) | Safnþró (sump) |
---|---|---|---|---|---|
8917008 | Manual | 64L | 610 x 1092 x 457mm | 495 x 1003 x 370mm | 20L |
8934001 | Manual | 64L | 1118 x 1092 x 305mm | 1006 x 1003 x 222mm | 17L |