Koparfeiti hitaþol 1100°C Copper Grease

3.969 kr.

Fjölnota háhita kopar feiti, hitaþol allt að 1100°C. Ætlað til smurningar sem og til varnar á hlutum sem vinna undir mjög miklu hitaálagi. Myndar slitsterka varnarfilmu sem ver gegn tæringu og sliti og er vatnsþolin. Hentar mjög vel til að smyrja bolta og rær, snittaðar gengjur, samsetningar á túrbínum og pústhlutum, kerti og margt fleira. Auðveldar losun þessarra hluta. Notið ekki á álhluti.

Eins og með alla staði sem á að smyrja þá borgar sig að hreinsa aðra feiti sem og óhreinindi áður en smurt er.

Fylgiskjöl

Á lager