Interflon Assembly Grease er matvælavottuð samsetningarfeiti (smurfeiti) sem hentar fyrir búnað sem er undir miklu álagi, smurfeitin er styrkt með MicPol®. Assembly Grease er með mjög góða viðloðun og hentar til notkunar í samsetningar á flestum vélum og tækjum og er vatns- og sýruheld, og veitir tæringarvörn. Notkunarhitastig frá -25°C upp í 145°C. Interflon Assembly Grease er örugg til notkunar á léttar málmblöndur og ryðfrítt stál.
Interflon Assemlby Grease er með matvælavottun NSF númer: 157210
Notkunarleiðbeiningar
Til að sem bestur árangur náist, fjarlægið gamla feiti og samsetningamassa og hreinsið alla fleti vandlega með Interflon Metal Clean eða Interflon Fin Clean All, áður en Interflon Assembly Grease er borið á þá.