Hægt er að fá Heskins Safety-Grip™ hálkuborðana í ýmsum breiddum allt fá 19mm upp í 1168mm. Breiddir frá 10mm og upp í 18mm er hægt að sérpanta en þær stærðir þarf alltaf að panta í lágmarksmagni. Stærðir sem liggja á lager hjá birgja eru eftirfarandi: 25mm, 50mm, 75mm, 100mm og 150mm. Allar breiddir koma á rúllum með samtals 18,3 lengdarmetrum.
- Lengdir: Það eru 18,3 metrar af hálkuborða á rúllu
- Breidd (staðlaðar breiddir á lager): 25 mm, 50 mm, 75 mm, 100 mm og 150 mm (það er hægt að fá hálkuborðana breiðari í sérpöntun)
- Grófleiki: Hægt er að fá hálkuborðana í “Standard” sem er minnsti grófleiki, “Grófa” og “Extra grófa” sem er mesti grófleiki.
- Litamöguleikar: Svartur, Rauður, Gulur, Blár, Grænn, Grár, Brúnn, Hvítur, Glær, Flúr-gulur, Svartur/Gulur (Hazard), Rauður/Hvítur (Varúðar), Appelsínugulur.
Athugið! ekki er hægt að fá allar gerðir grófleika í litum.
- Standard – Minnsti grófleiki: Allir litir fáanlegri sem taldir eru hér að ofan.
- Coarse – Miðlungs grófleiki: Svartur, Gulur, Grænn, Svartur/Gulur (Hazard).
- Extra Coarse – Mesti grófleiki: Svartur, Grænn.
Grófleikar hálkuborða (með svarfefni)?
Standard – Minnsti grófleiki
Coarse – Miðlungs grófleiki
Extra Coarse – Mesti grófleiki
Fást grófleikarnir í öllum litum?
Stutta svarið er nei! Það fást allir litir í Standard hálkuborðar: Allir litir og allar Athugið, ekki eru allir litir eða stærðir lagervara, stærðirnar á Safety-Grip hálkuborðunum ná frá 19mm upp í 1168mm. Sumir litir og stærðir eru eingöngu teknar inn með sérpöntun, hægt er að fá rúllurnar skornar eins og hentar frá 19mm upp í 1168mm, hafðu samband til að nálgast upplýsingar um verð og afhendingartíma.
Hvað tekur sérpöntun langan tíma?
- Venjuleg sending er yfirleitt að taka 10-15 virka daga.
- Hraðsending með TNT og DHL tekur 2-6 virka daga.
ATHUGIÐ! það bætist við aukalegur kostnaður vegna hraðsendingar.
Hvernig er best að leggja niður hálkuborða?
- Það þarf að passa að flöturinn sé hreinn og alveg laus við fitu, hægt er að fá ýmis efni til að þrífa undir límingu sem skilja ekki eftir neina filmu (efnaleifar) á fletinum eftir þrif.
- Ef að hálkuborðar eru lagðir á grófa og gljúpa gólffleti s.s. timbur, steypur og þess háttar er gott að grunna með þar til gerðum grunni til að hann nái sem bestri límingu við flötinn.
- Safety-Grip™ hálkuborðarnir koma með lími á bakhlið, það er filma sem er tekin af þeim svipað og á límborðum almennt.
- Hálkuborðinn er pressaður niður með handrúllu, rúllað fast yfir hann til að pressa hann sem best niður.
- Ef að hálkuborðinn er á miklu umferðarsvæði og undir miklu áreiti er notaður “Edge Sealer” en það er límkennt efni sem borið er að kanntinn á borðanum svo hann flettist ekki upp.
- Það er mjög öflugt og sterkt lím á Heskins Safety-Grip™ hálkuborðunum og dugar í flestum tilfellum ef að undirlagið er mjög gott.
-
Edge Fix túpa kantlíming (sealer)4.463 kr.
-
Edge Sealer 3M 3950 kantlíming (sealer)10.226 kr.
Á myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig þetta er gert.