Endurskinsborði með lími, hentar vel til að merkja hættuleg svæði sem og slár eða lága hangandi hluti, útskot á vöruflutningabifreiðum og margt annað sem þarf að vekja sérstaka athygli á.
Borðinn fæst í tveimur stærðum 25mm og 50mm og rúllan inniheldur 10 mtr lengju. Athugið að einnig er hægt að sérpanta aðrar stærðir.
Litir sem hægt er að fá endurskinsborða í eru eftirfarandi:
Blár
Gulur
Appelsínugulur
Rauður
Grænn
Silfurlitaður (sumir kalla þennan borða hvítan)
Rauður/Hvítur Hazard borði / varúðarborði
Gulur /Svartur Hazard borði / varúðarborði
Leiðbeiningar: Til þess að ná sem bestri bindingu við yfirborðið sem á að líma á er nauðsynlegt að fituhreinsa yfirborð sem á að líma á með t.d. með Isopropanól eða slíku hreinsiefni.