V2A er efnaþolin andlitshlíf fyrir 3M / Peltor öryggishjálma. Andlitshlífin er létt en úr mjög sterku glæru Acetate plastefni. Veitir góða vörn gegn aðkasti og vökvum.
Upplýsingar
Stærð: 20 x 30cm
Þykkt: 1mm
Uppfyllir eftirfarandi staðla
EN 166:2001
Athugið að þegar verið er að festa andlitshlífar á 3M öryggishjálma þá þarf eftirfarandi festingar til viðbótar:
V413 er festing milli andlitshlífar og heyrnarhlífar fyrir hjálma – Ef að það er ekki verið að nota heyrnarhlífar á hjálminum þá þarf að notast við P3EV/2 sem að smellist í raufarnar á hlið hjálmsins.