Peltor WS Alert XPI heyrnarhlíf APP útgáfa, heyrnarhlíf með Bluetooth® Multipoint tækni. XPI heyrnarhlífin er með míkrafón sem að útilokar umhverfishljóð, heyrnarhlífina er hægt að tengja við “APP” eða réttara sagt smáforrit í síma til að auðvelda uppsetningu, stillingar o.fl.. Peltor WS Alert XPI heyrnarhlífin tengist sem áður við 2 Bluetooth tæki svo sem tónlistarspilara (MP3), farsíma og talstöðvar.
Peltor WS Alert XPI heyrnarhlífin verndar þig gegn umhverfishávaða en á sama tíma auðveldar þér að hafa samskipti í hávaðasömu umhverfi þar sem míkrafónninn á heyrnarhlífinni útilokar hávaða í umhverfinu. WS Alert XPI er með innbyggt FM útvarp og stafræna stöðvaleit.
Hægt er að fá WS Alert XPI heyrnarhlífina annaðhvort með höfuðbandi eða fyrir öryggishjálma. Einnig er hægt að fá svokallaðan ACK pakka en það er aukahluta-pakki sem að inniheldur hleðslurafhlöður, hleðslutæki, hleðslusnúru með USB tengi, auka púðasett og vindhlíf á hljóðnema (1 mtr)
*** ATH! Það fylgja bæði bláar og bleikar skeljar utanvert á heyrnarhlífina.
Helstu eiginleikar
- Fást á höfuðspöng sem og fyrir 3M Peltor öryggishjálma
- Hægt að stilla umhverfishljóðnema þ.e.a.s. hægt að hækka eða lækka í umhverfishljóðum
- Tveir litir af skeljum koma með í pakkanum bláar og bleikar
- Hlífarnar eru með tvískiptar skeljar sem minnkar möguleika á því að sviti komist í rafbúnað og tæri hann
- Bluetooth® MultiPoint tækni sem leyfir tengingu við 2 tæki í einu
- Stillingar eru talsettar þannig að hlífin endurtekur allt sem þú ert að gera
- Innbyggt FM útvarp sem takmarkar spilun (hávaða) við 82 dB
- Stafræn stöðvaleit
- Möguleiki á að vista 4 útvarpsstöðvar
- Veitir vörn fyrir hávaða upp að 94-105 db
- Lætur vita þegar rafhlöður eru orðnar lágar í hleðslu
- Heyrnarhlífin slekkur á sér eftir 4 klst til að spara rafhlöðu
- Hægt er að hlaða heyrnarhlífina með NiMH rafhlöðum
Til að skoða nánar hlífarnar er gott að skoða myndböndin sem eru hér að neðan, fróðlegar upplýsingar.
Hér má sjá hvaða kostum Peltor WS Alert XP er búin
Hér má sjá mismuninn milli Peltor WS Alert XP og XPI
Hér má sjá hvernig er hægt að tengjast smáforritinu frá 3M Peltor