3M G2000 öryggishjálmarnir eru þægilegir og góðir hjálmar. Hjálmurinn er með loftun og Það er þægilegt að stilla þá með stilliskrúfu á hnakkabandinu sem þrengir þá að höfuðinu.
Hægt er að fá ýmiskonar aukabúnað á hjálmana svo sem hökuól, innfelld öryggisgleraugu, andlitshlífar, andlitsnet og heyrnarhlífar svo eitthvað sé nefnt.
3M G2000 öryggishjálmurinn er með flatan skjöld framanvert sem hentar mjög vel fyrir merkingar.
3M öryggishjálmarnir eru með svokallað Uvicator™ sem er lítil rauð skífa aftanvert á hjálminum og segir til um ástand hans gangvart útfjóublárri geislun (UV geislun), þegar þessi skífa er orðin hvít skal skipta strax um öryggishjálm.
Athugið! þegar öryggishjálmar fá á sig högg af einhverju tagi rýrir það öryggisgildi hjálmsins og þá er best að skipta honum út fyrir nýjan öryggishjálm.
3M G2000 öryggishjálmarnir uppfylla EN 397:2012+A1:2012 (sjá fylgiskjöl fyrir ítarlegri lýsingu).