3M SecureFit SF100 öryggisgleraugun eru mjög létt, rispu- og móðuvarin. SecureFit SF100 liggja þétt að andlitinu en eru samt mjög létt (20gr) og þægileg. SecureFit öryggisgleraugun eru sérstaklega góð fyrir þá sem nota öryggisgleraugu mikið. SecureFit SF100 eru rammalaus og veita góða yfirsýn og það er lítið sem að truflar sjónina og nánast hægt að gleyma því að maður er með öryggisgleraugu.
Uppfyllir eftirfarandi staðla
- EN 166:2001
- EN 170:2002 (glær og amber útgáfa)
Linsumerking
- 2C-1.2 3M 1FT
Ítarlegri upplýsingar í fylgiskjölum
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.