Ceramizer CM fyrir bifhjól

Ceramizer CM fyrir bifhjól

6.790 kr

Á lager

Ceramizer® CM er ætlaðá bifhjól. Minnkar viðnám slitflata og verndar þá, léttir alla vinnslu, eykur nýtni og minnkar eldsneytiseyðslu á bilinu 3 – 15%. Léttir einnig á skiptingu (mýkir skiptinguna). Má nota á bifhjól með blautkúplingar. Ceramizer efnið safnast ekki upp.

Fylgiskjöl vöru

Á lager

Magnkaup

x
Vörunúmer: CM Vöruflokkar: , Merki: ,
Vörumerki:Ceramizer
Brands

Lýsing

CERAMIZER® CM er ætlað til notkunar á fjórgengis mótorhjól, en það endurbyggir slitfleti mótorsins á milli tveggja málmhluta. Rétt notkun á Ceramizer® skilar sér fljótt og vel í meira afli vegna aukinnar þjöppu í öllum strokkum. Um leið minnkar eldsneytiseyðsla, auk þess sem dregur úr titringi og hávaða frá mótor, útblástur minnkar og líftími mótorsins lengist. Ceramizer® stíflar hvorki olíusíur né olíurör vegna þess hve agnir í efninu eru smáar.

Ceramizer® hefur engin áhrif á smurolíuna, sem viðheldur smurhæfni sinni að fullu. Olían er hins vegar notuð til að flytja efnið um mótorinn og koma því fyrir á þeim stöðum þar sem mest er þörf fyrir það. Ceramizer® byggir upp slitfleti mótorsins á meðan hann er í notkun og án þess að taka þurfi neitt í sundur. Málmríkt keramikið hefur einstaka eiginleika og þekur alla snúningsfleti vélarinnar, einkum þá sem eru tærðir, og endurskapar þannig upprunalega áferð þeirra og minnkar allt viðnám í mótornum. Slíkt leiðir til léttari gangs, meira afls og minni eldsneytiseyðslu. Efnið er því fljótt að borga sig upp í minna viðhaldi og lægri eldsneytisútgjöldum

Efnisupplýsingar:

 1. Ceramizer® hentar fyrir allar tegundir smurolía og fjórgengis mótora.
 2. Ceramizer® má nota á allar helstu iðnaðar- og verksmiðjuvélar, en þó er vissara að hafa fyrst samband við framleiðanda efnisins.
 3. Ef notað er minna af Ceramizer® en ráðlagt er í neðangreindri töflu má reikna með minni árangri.
 4. Ef notað er meira af Ceramizer® en ráðlagt er þá hefur það engar neikvæðar hliðarverkanir, heldur lengir einungis verkunina.
 5. Ceramizer® má brúka hvenær sem er, en besti árangurinn fæst eftir olíuskipti.
 6. Á meðan efnið er að virka er áríðandi að skipta ekki um olíu 1000 km eftir að efnið er sett á mótorinn. Eftir það má skipta hvenær sem er um olíu.
 7. Ceramizer® er notað sem fyrirbyggjandi efni til að minnka viðnám slitflata og lengir þannig líftíma mótorins.
 8. Ceramizer hefur engin áhrif á olíuleka, gúmmí eða plasthluti í vélinni.
 9. Ef mótorhjólið notar sömu olíu á gírkassa, er mælt með að nota Ceramizer þar sem það léttir á skiptingum milli gíra.

Notkunarleiðbeiningar:

 1. Hitið mótorinn upp í eðlilegan vinnuhita (80–90 °C) með því að keyra hjólið í umb tíu mínútur eða láta mótorinn ganga í lausagangi.
 2. Drepið á mótornum.
 3. Losið olíulokið af mótornum og sprautið efninu inn í hann.
 4. Setjið olíulokið aftur á mótorinn.
 5. Ræsið mótorinn og látið hana ganga korter í lausagangi.
 6. Akið af stillingu næstu 100 km, líkt og um tilkeyrslu sé að ræða. Forðist háan snúning og keyrið eins hægt og mögulegt er. Lægri snúningur þýðir meira viðnám og betri uppbyggingu keramikefnisins.
 7. Ceramizer® breytir ekki uppbyggingu smurolíunnar og hefur þannig engin áhrif á blautkúplinguna.
 8. Eftir að 100 km akstri er náð má aka á þeim hraða og snúningi sem hentar. Ceramizer®-efnið hefur náð að dreifa sér um mótorinn og heldur áfram að byggja hann upp næstu 1000 km, en á þeim tíma má hins vegar ekki skipta um smurolíu.
 9. Ef nauðsynlegt er að nota tvöfaldan skammt af Ceramizer®, setjið þá fyrsta skammtinn á ofangreindan hátt og endurtakið síðan leikinn 300 km síðar. Þetta eykur áhrif efnisins.

Ath! Í þeim tilvikum þar sem vélin hefur ekki sjálfvirkan hreinsibúnað á ventlum, er ráðlagt að hreinsa ventlana 1000 km eftir að Ceramizer-efnið er sett á.

 

Viðbótarupplýsingar

Nánari lýsing
Framleiðandi