3M Scotchflex benslin eru búin til úr næloni (6/6 nælon) og fást í nokkrum mismunandi stærðum, hvít eða svört. 3M Scotchflex benslin eru halógen-frí og sérstaklega hitaþolin, þau eru sérstaklega varin gegn útfjólubláum geislum (UV resistant), mjög veðurþolin og þola hitasveiflur mjög vel, allt frá -40°C upp í +85°C og henta því vel til notkunar úti. Þau þola vel bensín, smurefni og flestar efnavörur.
Pakkinn inniheldur 100 stk.
Til fróðleiks
3M Scotchflex Cable Ties eru nefnd ýmsum nöfnum í daglegu tali, við hjá Kemi höfum notast við orðið “Bensli” en einnig eru talað um “Dragband” en bein þýðing væri líklegast “Kapalband”
Bensli eða kapalbönd eru til ýmissa hluta nýtanleg, þau eru mikið notuð af rafvirkjum til að binda niður kapla í lagnarennur en einnig til að festa til langtíma eða bráðabirgða allskonar hluti bæði af iðnaðarmönnum sem og fólki almennt.