Hleðsluskápur PowerStor (PWR2)

Vörunúmer pwr2

Armorgard PowerStor (PWR2) er í senn hleðsluskápur undir öll rafhlöðudrifnu verkfærin o.fl. ásamt því að vera mjög öruggur geymsluskápur. PowerStor hleðsluskáparnir eru með F.I.R.E.E. tækni, innbyggður slökkvibúnaður fyrir Li-Ion rafhlöður. Skápurinn er einnig með innbyggðu ljósi. Hurðin er með 5 punkta læsingu sem kemur í veg fyrir að óprúttnir aðilar steli verkfærum og búnaði. Hægt er að fá svokallað BlokkaBar sett frá Armorgard til að auka öryggið ennþá frekar. Armorgard PowerStore kemur með einfasa 230V / 32A rafmagni og hann kemur tilbúinn til notkunar. Skápurinn er með 32 einfalda tengla (CE tengla, ekki breska eins og á myndunum), tenglarnir dreifast á 5 hillur. Flutningur er auðveldur, það er hægt að færa PowerStor með lyftara sem og hífa hann með krana á þartilgerðum festingum (augum) ofanvert á skápnum.

Ítarlegri upplýsingar má sjá í fylgiskjölum.

Fylgiskjöl

Vörunúmer: pwr2 Flokkur: Stikkorð: , Vörumerki: